Græðgin aðalhvati allra framfara? 14. september 2005 00:01 Er græðgi góð? - Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur Undanfarið hefur því verið haldið fram að græðgin sé aðalhvati framfara og að starfsemi sem ekki hafi eingöngu hagnað að markmiði virki illa. Þetta verði reglur samfélagsins að endurspegla svo hér geti orðið framfarir. Frjálshyggjan sé því lausnin og leggja verði mestan hluta af ríkinu niður. Jafnvel þótt stundum sé frjálshyggjan rökstudd með tilvitnunum í bíómyndir og sjaldnast með staðreyndum er ekki alveg víst að fólk átti sig á því að hún líkist frekar trúarbrögðum en vísindum. Reyndar leiðir frjálshyggjan sjaldnast til bættra lífskjara og lækkaði t.d. þjóðarframleiðsla í Rússlandi um 40% við öra einkavæðingu. Einn fremsti hagfræðingur Bretlands, John Kay, hefur einnig bent á að til séu lönd sem byggi að mestu á frjálshyggju. Þau hafa veikasta ríkisvaldið, eru í sunnanverðri Afríku og eru meðal fátækustu landa jarðarinnar. Fleiri dæmi eru um takmörk gróðafyrirtækja. T.d. er ríkisrekið raforkukerfi Frakklands hagkvæmara en einkarekið kerfi Bandaríkjanna, og háskólum í Bandaríkjunum sem reknir eru sem sjálfseignarstofnanir vegnar mun betur en þeim sem reknir eru sem gróðafyrirtæki. Enda hefur nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Herbert Simon, sýnt fram á að það séu engin rök fyrir því að gróðafyrirtæki séu almennt betur rekin. Ástæðan fyrir verulegum takmörkum frjálshyggjunnar eru að forsendurnar sem hún byggir á eru sjaldnast til staðar. T.d. þarf fullkomna samkeppni á öllum sviðum, fólk þarf ætíð að hugsa rökrétt (sem myndi þýða að allir markaðsfræðingar væru atvinnulausir), allir þurfa alltaf að hafa allar upplýsingar um alla vöru og þjónustu og það má ekki kosta neitt að skrifa samninga. Til þess að bæta lífskjör þarf hagstjórn aftur á móti að byggja á markaðshagkerfi og þekkingu á takmörkunum þess, sem eru fjölmargir. Þjóðin þarf einnig að líta á sig sem eina liðsheild, alveg eins og fyrirtæki. Til þess þarf sameignlega menningu, trú, tungumál og siði og sameiginlegan skilning á því hvað er rétt og rangt. Aðeins þannig getum við auðveldlega átt viðskipti hvort við annað sem er forsenda framfara. Þetta hafa þeir John Kay og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, sem rannsakað hafa þær þjóðir sem best vegnar, ítrekað bent á. Frjálshyggjan og fjölmenningarsamfélagið eru aftur á móti þeir þættir sem líklegastir eru til að koma í veg fyrir þá þjóðfélagsmynd sem sem stuðlar að bættum lífskjörum. Á meðan höfðar hagfræði lítið til forustumanna Sjálfstæðisflokksins og uppnefna þeir hagfræðinga hagtækna. Þar mótast stefnan allt of mikið af einföldum lausnum sem helst rúmast í slagorðum eins og "græðgi er góð". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Er græðgi góð? - Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur Undanfarið hefur því verið haldið fram að græðgin sé aðalhvati framfara og að starfsemi sem ekki hafi eingöngu hagnað að markmiði virki illa. Þetta verði reglur samfélagsins að endurspegla svo hér geti orðið framfarir. Frjálshyggjan sé því lausnin og leggja verði mestan hluta af ríkinu niður. Jafnvel þótt stundum sé frjálshyggjan rökstudd með tilvitnunum í bíómyndir og sjaldnast með staðreyndum er ekki alveg víst að fólk átti sig á því að hún líkist frekar trúarbrögðum en vísindum. Reyndar leiðir frjálshyggjan sjaldnast til bættra lífskjara og lækkaði t.d. þjóðarframleiðsla í Rússlandi um 40% við öra einkavæðingu. Einn fremsti hagfræðingur Bretlands, John Kay, hefur einnig bent á að til séu lönd sem byggi að mestu á frjálshyggju. Þau hafa veikasta ríkisvaldið, eru í sunnanverðri Afríku og eru meðal fátækustu landa jarðarinnar. Fleiri dæmi eru um takmörk gróðafyrirtækja. T.d. er ríkisrekið raforkukerfi Frakklands hagkvæmara en einkarekið kerfi Bandaríkjanna, og háskólum í Bandaríkjunum sem reknir eru sem sjálfseignarstofnanir vegnar mun betur en þeim sem reknir eru sem gróðafyrirtæki. Enda hefur nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Herbert Simon, sýnt fram á að það séu engin rök fyrir því að gróðafyrirtæki séu almennt betur rekin. Ástæðan fyrir verulegum takmörkum frjálshyggjunnar eru að forsendurnar sem hún byggir á eru sjaldnast til staðar. T.d. þarf fullkomna samkeppni á öllum sviðum, fólk þarf ætíð að hugsa rökrétt (sem myndi þýða að allir markaðsfræðingar væru atvinnulausir), allir þurfa alltaf að hafa allar upplýsingar um alla vöru og þjónustu og það má ekki kosta neitt að skrifa samninga. Til þess að bæta lífskjör þarf hagstjórn aftur á móti að byggja á markaðshagkerfi og þekkingu á takmörkunum þess, sem eru fjölmargir. Þjóðin þarf einnig að líta á sig sem eina liðsheild, alveg eins og fyrirtæki. Til þess þarf sameignlega menningu, trú, tungumál og siði og sameiginlegan skilning á því hvað er rétt og rangt. Aðeins þannig getum við auðveldlega átt viðskipti hvort við annað sem er forsenda framfara. Þetta hafa þeir John Kay og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, sem rannsakað hafa þær þjóðir sem best vegnar, ítrekað bent á. Frjálshyggjan og fjölmenningarsamfélagið eru aftur á móti þeir þættir sem líklegastir eru til að koma í veg fyrir þá þjóðfélagsmynd sem sem stuðlar að bættum lífskjörum. Á meðan höfðar hagfræði lítið til forustumanna Sjálfstæðisflokksins og uppnefna þeir hagfræðinga hagtækna. Þar mótast stefnan allt of mikið af einföldum lausnum sem helst rúmast í slagorðum eins og "græðgi er góð".
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun