Heilsa fyrrum knattspyrnumannsins George Best hefur batnað örlítið til hins betra í dag að sögn lækna, en hann hefur legið þungt haldinn á sjúkrahúsi í London.
"Ástand hans er stöðugra og heilsa hans ögn betri en hún var, en það er enn langt í land og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér," sagði læknirinn sem annast hann.
Best var lagður inn á gjörgæsludeild vegna sýkingar og innvortis blæðinga.