Coppell styður Ívar 29. október 2005 13:14 MYND/Getty Steve Coppell, knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Reading segist fullkomlega sáttur við þá ákvörðun Ívars Ingimarssonar að gefa kost á sér í íslenska landsliðið á ný. Coppell sýnir ákvörðun Ívars mikinn skilning en hann dró sig út úr landsliðshópnum í ágúst 2004 þar sem landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson höfðu ekki valið hann reglulega í byrjunarliðið. "Þetta er algerlega hans ákvörðun. Þegar hann sagðist ekki vilja spila með landsliðinu skildi ég það vel. Hann taldi að hann yrði fastur á varamannabekknum hvernig sem færi. Hann var mjög vonsvikinn en ef hann vill snúa aftur í landsliðið núna þá styð ég hann 100%." segir Coppell í viðtali við heimasíðu Reading. Ívar hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með liði sínu Reading að undanförnu. Um síðustu helgi fékk hann 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína í 1-0 sigri á Stoke og í lýsingu á leik hans í umfjöllun á heimasíðu Reading er Ívar sagður "enn og aftur sýna mikinn stöðugleika í leik sínum." Ívar verður án efa byrjunarliðsmaður í liði nýja landsliðsþjálfarans Eyjólfs Sverrissonar sem tók við landsliðinu af þeim Ásgeiri og Loga á dögunum en hann notaði tækifærið og gaf opinberlega kost á sér í landsliðið á ný þegar ljóst var að Ásgeir og Logi yrðu ekki áfram með landsliðið. Í september í fyrra sagði Ívar m.a. eftirfarandi í yfirlýsingu sem hann birti í Morgunblaðinu; ,,"Þann 20. ágúst s.l. hringdi ég í Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfara og tilkynnti honum að ég gæfi ekki kost á mér í landsliðið a.m.k. á meðan það væri undir stjórn hans og Loga Ólafssonar. Ásgeir reyndi ekki að telja mér hughvarf á nokkurn hátt enda hefði það ekki verið til neins..." Ennfremur sagði Ívar; "Enska fyrsta deildin er mjög krefjandi deild. Mér er sagt að hvað áhorfendasókn varðar sé þetta fimmta stærsta deildin í Evrópu. Leikjaálagið er gífurlegt og lítið um frí. Þegar þau koma eru gjarnan landsleikir. Ég hef ávallt verið stoltur af því að spila fyrir Íslands hönd og lagt á mig ómæld ferðalög og erfiði til þess að leggja mitt af mörkum. Nú hef ég tekið þá ákvörðun, þar sem mér er ekki treyst, að í stað þess að ferðast með landsliðinu á ofangreindum forsendum að einbeita mér heldur að því að spila enn betur með mínu félagsliði sem telur mig nægilega góðan til að spila í einni erfiðustu deild í Evrópu. Landsleikjafríin ætla ég að nota til þess að vera með ungri fjölskyldu minni. Núverandi landsliðsþjálfarar geta því valið einhvern inn í hópinn sem þeir telja framtíðarmann." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Sjá meira
Steve Coppell, knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Reading segist fullkomlega sáttur við þá ákvörðun Ívars Ingimarssonar að gefa kost á sér í íslenska landsliðið á ný. Coppell sýnir ákvörðun Ívars mikinn skilning en hann dró sig út úr landsliðshópnum í ágúst 2004 þar sem landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson höfðu ekki valið hann reglulega í byrjunarliðið. "Þetta er algerlega hans ákvörðun. Þegar hann sagðist ekki vilja spila með landsliðinu skildi ég það vel. Hann taldi að hann yrði fastur á varamannabekknum hvernig sem færi. Hann var mjög vonsvikinn en ef hann vill snúa aftur í landsliðið núna þá styð ég hann 100%." segir Coppell í viðtali við heimasíðu Reading. Ívar hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með liði sínu Reading að undanförnu. Um síðustu helgi fékk hann 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína í 1-0 sigri á Stoke og í lýsingu á leik hans í umfjöllun á heimasíðu Reading er Ívar sagður "enn og aftur sýna mikinn stöðugleika í leik sínum." Ívar verður án efa byrjunarliðsmaður í liði nýja landsliðsþjálfarans Eyjólfs Sverrissonar sem tók við landsliðinu af þeim Ásgeiri og Loga á dögunum en hann notaði tækifærið og gaf opinberlega kost á sér í landsliðið á ný þegar ljóst var að Ásgeir og Logi yrðu ekki áfram með landsliðið. Í september í fyrra sagði Ívar m.a. eftirfarandi í yfirlýsingu sem hann birti í Morgunblaðinu; ,,"Þann 20. ágúst s.l. hringdi ég í Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfara og tilkynnti honum að ég gæfi ekki kost á mér í landsliðið a.m.k. á meðan það væri undir stjórn hans og Loga Ólafssonar. Ásgeir reyndi ekki að telja mér hughvarf á nokkurn hátt enda hefði það ekki verið til neins..." Ennfremur sagði Ívar; "Enska fyrsta deildin er mjög krefjandi deild. Mér er sagt að hvað áhorfendasókn varðar sé þetta fimmta stærsta deildin í Evrópu. Leikjaálagið er gífurlegt og lítið um frí. Þegar þau koma eru gjarnan landsleikir. Ég hef ávallt verið stoltur af því að spila fyrir Íslands hönd og lagt á mig ómæld ferðalög og erfiði til þess að leggja mitt af mörkum. Nú hef ég tekið þá ákvörðun, þar sem mér er ekki treyst, að í stað þess að ferðast með landsliðinu á ofangreindum forsendum að einbeita mér heldur að því að spila enn betur með mínu félagsliði sem telur mig nægilega góðan til að spila í einni erfiðustu deild í Evrópu. Landsleikjafríin ætla ég að nota til þess að vera með ungri fjölskyldu minni. Núverandi landsliðsþjálfarar geta því valið einhvern inn í hópinn sem þeir telja framtíðarmann."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Sjá meira