Sport

Manchester United er stærsta lið allra tíma

NordicPhotos/GettyImages

Alex Ferguson, stjóri Manchester United ætlar ekki að láta slakt gengi liðsins undanfarið hafa áhrif á sig og segir að tapið stóra gegn Middlesbrough geti kennt ungum leikmönnum liðsins dýrmæta lexíu.

Alex Ferguson var spurður að því í dag hvort staða Manchester United væri að breytast á knattspyrnukortinu í kjölfar lélegs árangurs undanfarið, en sá skoski vill ekki heyra minnst á neina svartsýni.

"Manchester United er stærsta knattspyrnufélag í sögunni og stærsta félag í heiminum," sagði hann og segist ekki ætla að láta misjafnt gengi hafa áhrif á sig. "Ég hef upplifað ýmislegt síðan ég tók við hérna fyrir 20 árum og blöðin vilja alltaf skrifa eitthvað krassandi um Manchester United. Ungu leikmennirnir í liðinu upplifðu harða lexíu um síðustu helgi og ég vona að þetta verði til að þroska þá. Ég ætla að minnsta kosti ekki að tapa neinum svefni yfir þessu tapi," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×