Vinda verður ofan af íbúðalánaruglinu 3. nóvember 2005 07:00 Fyrirtækin hafa tapað á verðbólgunni en kaupmáttur almennings aukist, því væri nær að fyrirtækin segðu upp kjarasamningum en launþegar segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. MYND/Teitur Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vilji stjórnvöld slá á þensluna í íslensku efnahagslífi verði þau að vinda ofan af því sem hann kallar íbúðalánarugl. Hann segir ekkert vit í því að hækka vexti, það murki einfaldlega lífið úr útflutningsfyrirtækjum. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það nái engri átt ef samtök launþega segja upp kjarasamningum vegna hárrar verðbólgu. Hann segir að kaupmáttur almennings hafi batnað þrátt fyrir verðbólgu og því sé ekki ástæða fyrir launþega að segja samningum upp. Annað sé að segja um atvinnurekendur sem hafi orðið fyrir miklum áföllum og geti ekki tekið á sig meiri fjárútlát. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er á annari skoðun. "Eins og staðan er í dag í viðræðum okkar við Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina er augljóst að óbreyttu að það mun reyna á uppsagnarákvæði kjarasamninga," sagði Grétar í fréttum okkar í gær. Þessu er Ari alfarið ósammála. Hann segir frekari launahækkanir ekki verða sóttar til fyrirtækjanna og að þær myndu hafa mikil neikvæð áhrif á efnahagslífið ef af þeim yrði. "Seðlabankinn hefur nánast lýst því yfir að einhver slík verðbólgutilefni, sem til dæmis væru frekari launahækkanir, myndu umsvifalaust leiða til frekari vaxtahækkana af hans hálfu. Menn sjá alveg að það væri dauðadómur yfir þau fyrirtæki á Íslandi sem eru í samkeppni við erlenda atvinnustarfsemi." Ari segir mikilvægast að ná niður verðbólgunni, sem sé að stærstum hluta tilkomin vegna þenslu á húsnæðismarkaði. Þar beri ríkisvaldið höfuðábyrgð vegna útlánastefnu Íbúðalánasjóðs. Þessa ábyrgð verði stjórnvöld að axla vilji þau tryggja ró á vinnumarkaði. "Ef stjórnvöld vilja gera eitthvað raunhæft til að draga úr þeirri verðbólgu sem hér er þá snúa þau sér að því að vinda ofan af því rugli sem hefur verið komið á í íbúðalánunum," segir Ari Edwald. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vilji stjórnvöld slá á þensluna í íslensku efnahagslífi verði þau að vinda ofan af því sem hann kallar íbúðalánarugl. Hann segir ekkert vit í því að hækka vexti, það murki einfaldlega lífið úr útflutningsfyrirtækjum. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það nái engri átt ef samtök launþega segja upp kjarasamningum vegna hárrar verðbólgu. Hann segir að kaupmáttur almennings hafi batnað þrátt fyrir verðbólgu og því sé ekki ástæða fyrir launþega að segja samningum upp. Annað sé að segja um atvinnurekendur sem hafi orðið fyrir miklum áföllum og geti ekki tekið á sig meiri fjárútlát. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er á annari skoðun. "Eins og staðan er í dag í viðræðum okkar við Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina er augljóst að óbreyttu að það mun reyna á uppsagnarákvæði kjarasamninga," sagði Grétar í fréttum okkar í gær. Þessu er Ari alfarið ósammála. Hann segir frekari launahækkanir ekki verða sóttar til fyrirtækjanna og að þær myndu hafa mikil neikvæð áhrif á efnahagslífið ef af þeim yrði. "Seðlabankinn hefur nánast lýst því yfir að einhver slík verðbólgutilefni, sem til dæmis væru frekari launahækkanir, myndu umsvifalaust leiða til frekari vaxtahækkana af hans hálfu. Menn sjá alveg að það væri dauðadómur yfir þau fyrirtæki á Íslandi sem eru í samkeppni við erlenda atvinnustarfsemi." Ari segir mikilvægast að ná niður verðbólgunni, sem sé að stærstum hluta tilkomin vegna þenslu á húsnæðismarkaði. Þar beri ríkisvaldið höfuðábyrgð vegna útlánastefnu Íbúðalánasjóðs. Þessa ábyrgð verði stjórnvöld að axla vilji þau tryggja ró á vinnumarkaði. "Ef stjórnvöld vilja gera eitthvað raunhæft til að draga úr þeirri verðbólgu sem hér er þá snúa þau sér að því að vinda ofan af því rugli sem hefur verið komið á í íbúðalánunum," segir Ari Edwald.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira