Steven Gerrard segir að hann langi að gerast þjálfari hjá Liverpool þegar hann leggur skóna á hilluna og segist vonast til að verða í herbúðum Liverpool allan sinn feril.
"Ég er alltaf að hugsa um hvað tekur við eftir að ég hætti að spila," sagði hinn 25 ára gamli miðjumaður. "Mig hefur alltaf langað að vinna í kring um knattspyrnu alla mína tíð. Ég hef verið hérna hjá Liverpool síðan ég var aðeins átta ára gamall og ég vona að ég geti fengið stöðu sem þjálfari eða stjóri eftir að ég hætti að spila. Hvað sem gerist, vona ég að ég verði áfram hjá Liverpool," sagði Gerrard.