Sport

Reo-Coker ökklabrotinn

NordicPhotos/GettyImages

Úrvalsdeildarlið West Ham varð fyrir miklu áfalli í dag þegar í ljós kom að fyrirliði liðsins Nigel Reo-Coker er með brákað bein í ökkla og verður frá í um sex vikur.

Hinn ungi miðjumaður hlaut meiðslin í sigrinum gegn West Brom á dögunum og þegar hann fór í myndatöku kom í ljós að bein í fæti hans var brákað.

Félaginu bárust þó gleðitíðindi í dag, þegar sjúkraþjálfarar liðsins tilkynntu að markvörðuinn Roy Carroll væri nálægt því að ná fullum bata eftir hnémeiðsli og gæti jafnvel orðið með í grannaslagnum við Tottenham á White Hart Lane á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×