Sport

Miami - Philadelphia í beinni útsendingu

Dwayne Wade hjá Miami leikur listir sínar á NBA TV í kvöld klukkan 0:30.
Dwayne Wade hjá Miami leikur listir sínar á NBA TV í kvöld klukkan 0:30. NordicPhotos/GettyImages

Viðureign Miami Heat og Philadelphia 76ers verður sýnd beint á NBA TV klukkan hálf eitt í nótt og þar gefst tækifæri til að sjá tvo af betri skotbakvörðum NBA deildarinnar í essinu sínu, þá Dwayne Wade og Allen Iverson.

Bæði lið eru á ágætri siglingu þessa dagana. Philadelphia (6-3) hefur heldur betur tekið við sér undanfarið og eftir að liðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum, hefur það unnið síðustu sex. Miami (5-3) hefur unnið þrjá leiki í röð í deildinni og þrjá í röð gegn Philadelphia á heimavelli sínum, en þó má segja að Philadelphia henti ágætlega að spila við Miami, því Philadelphia hefur unnið 16 af síðustu 21 viðureign liðanna.

Allen Iverson hjá Philadelphia er eins og oft áður stigahæsti maður deildarinnar og skorar að meðaltali rétt tæp 32 stig í leik og gefur um 8 stoðsendingar, en hann skoraði reyndar 42 stig og hitti 16 af 26 skotum sínum í síðasta leik. Chris Webber hefur einnig byrjað leiktíðina nokkuð vel og skorar að meðaltali 20 stig og hirðir 10 fráköst.

Dwayne Wade er nú kóngur í ríki sínu í liði Miami í fjarveru Shaquille O´Neal sem er meiddur. Wade skorar að meðaltali 24,5 stig í leik, hirðir 7,4 fráköst, gefur 7,6 stoðsendingar og stelur hátt í tveimur boltum, sem er einstök tölfræði hjá þessari rísandi stjörnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×