George Best er dáinn 25. nóvember 2005 13:28 Reuters Knattspyrnukappinn George Best er dáinn. Hann lést á spítala í London nú í morgun. Norður-Írinn Best, sem var 59 ára, gerði garðinn frægann með Manchester United en átti við áfengisvanda að stríða og þurfti að fá ígrædda lifur fyrir rúmum þremur árum. Síðustu daga hefur heilsu Best hrakað snarlega og í gær var orðið ljóst að hann ætti aðeins örstutt eftir. Skömmu eftir hádegið í dag var hann svo úrskurðaður látinn. Best fæddist í Belfast á Norður Írlandi í maí árið 1946 og snemma var ljóst að hann hafði mikla hæfileika á knattspyrnuvellinum. Aðeins sautján ára spilaði hann sinn fyrsta leik með Manchester United og eftir það var ekki aftur snúið. Fimm árum síðar var Best á hapunkti ferilsins, þegar hann leiddi Manchester United til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða. Það ár var hann bæði kjörinn besti knattspyrnumaður Englands og Evrópu. En þó að Best sé almennt talinn einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem Bretland hefur alið, komu snemma fram brestir. Hann þoldi frægðina illa og leiddist út í óreglu. Segja má að glæstum en stuttum ferli hans hafi í raun lokið þegar hann var aðeins tuttugu og sex ára gamall. Eftir áratugi af stífri drykkju og miklu skemmtanalífi gaf lifrin sig loks og fyrir þrem árum gekkst Best undir lifrarígræðslu, sem heppnaðist vel. Um tíma virtist sem nýtt tímabil væri hafið í lífi hans, en síðan tók að síga á ógæfuhliðina á ný og aftur þurfti Best að leggjast inn á sjúkrahús. Síðustu vikurnar lá hann á milli heims og helju og baráttunni lauk síðan endanlega í dag. Enski boltinn Erlendar Erlent Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Knattspyrnukappinn George Best er dáinn. Hann lést á spítala í London nú í morgun. Norður-Írinn Best, sem var 59 ára, gerði garðinn frægann með Manchester United en átti við áfengisvanda að stríða og þurfti að fá ígrædda lifur fyrir rúmum þremur árum. Síðustu daga hefur heilsu Best hrakað snarlega og í gær var orðið ljóst að hann ætti aðeins örstutt eftir. Skömmu eftir hádegið í dag var hann svo úrskurðaður látinn. Best fæddist í Belfast á Norður Írlandi í maí árið 1946 og snemma var ljóst að hann hafði mikla hæfileika á knattspyrnuvellinum. Aðeins sautján ára spilaði hann sinn fyrsta leik með Manchester United og eftir það var ekki aftur snúið. Fimm árum síðar var Best á hapunkti ferilsins, þegar hann leiddi Manchester United til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða. Það ár var hann bæði kjörinn besti knattspyrnumaður Englands og Evrópu. En þó að Best sé almennt talinn einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem Bretland hefur alið, komu snemma fram brestir. Hann þoldi frægðina illa og leiddist út í óreglu. Segja má að glæstum en stuttum ferli hans hafi í raun lokið þegar hann var aðeins tuttugu og sex ára gamall. Eftir áratugi af stífri drykkju og miklu skemmtanalífi gaf lifrin sig loks og fyrir þrem árum gekkst Best undir lifrarígræðslu, sem heppnaðist vel. Um tíma virtist sem nýtt tímabil væri hafið í lífi hans, en síðan tók að síga á ógæfuhliðina á ný og aftur þurfti Best að leggjast inn á sjúkrahús. Síðustu vikurnar lá hann á milli heims og helju og baráttunni lauk síðan endanlega í dag.
Enski boltinn Erlendar Erlent Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira