Helguera samdi til þriggja ára

Varnarmaðurinn Ivan Helguera hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við Real Madrid á Spáni, en hann hefur verið fastamaður í liðinu síðan árið 1999. Honum gafst lítill tími til að ræða við blaðamenn eftir að hafa undirritað samning sinn í dag, því hann brunaði beint á fæðingardeildina þar sem kona hans á von á sér í dag. Það er því tvöföld ástæða fyrir Helguera að fagna þessa dagana.