
Velgjörðarmenn og snobb
Ég ætla senn að boða til blaðamannafundar. Ég er að hugsa um að gefa Mæðrastyrksnefnd svona 10 þúsund kall vegna fátækra barna á Íslandi og bæta við nokkrum þúsund köllum til, segjum, Konukots. Og kaupa áfram þessa góðgerðahappadrættismiða sem ég kaupi alltaf.
Ég krefst þess að allir fjölmiðlar sendi sitt besta fólk á blaðamannafundinn, taki fallegar myndir af mér og viðtöl. Ég er hlutfallslega að gefa mun stærri gjöf en þessir billjónerar sem fá athygli fyrir gjafir sem eru brota-brota-brot af þeirra umfangi. ÉG ER AÐ GEFA MEIRA EN ÞEIR og krefst þess að fá mynd og vera kallaður velgjörðarmaður og svoleiðis. Ég meira að segja ætla að ganga enn lengra en þetta í góðmennskunni: Ég ætla ekki að færa mínar gjafir sem kostnað á móti sköttum í skattframtalinu. Gjöfin mín kemur ekki til baka í gegnum skattinn. Ólíkt og með góðu billjónerana léttist budda mín - og bros mitt verður ekta en ekki uppsett.
Þeir fjölmiðlar sem senda ekki fulla hersveit á blaðamannafundinn verða með réttu sakaðir um snobb - að horfa í krónutöluna frekar en gjörninginn. Segja frá fína fólkinu frekar en því þegar venjulegt fólk gerir sitt besta með það litla sem það hefur.
Á blaðamannafundinum ætla ég og að varpa þeirri spurningu fram, hvort ekki sé upplagt að skattleggja stórfyrirtæki til hagsbóta fyrir fátæka, líkt og hér var gert í gamla daga. Muniði hvað Þorvaldur í Síld og Fisk var stoltur af því að vera skattakóngur? Er það orðið mannfjandsamlegt að beita jöfnunaraðgerðum eins og að skattleggja hina ríku til að bæta hag hinna fátæku? Er nú hinum fátæku ætlað það hlutskipti að brosa í genum tárin þegar það þiggur góðgjörðir beint úr höndunum á hinum ríku?
Á blaðamannafundinum ætla ég líka að varpa þeirri spurningu fram hvort sú viðmiðun eigi ekki lengur við að gefa gjafir og styrki án þess að hreykja sér á hæsta steini. Af hverju gefa þessir billjónerar fátækum ekki bara pening og þegja um það, eins og besta fólkið gerir?
Þetta verður flottur blaðamannafundur. Ég er að vona að forsetinn og Björgólfur komi. Og að Jóhannes í Bónus spili á Grafarvogskirkju-orgel. Ætla ekki allir að mæta? Eða verð ég að kaupa auglýsingar fyrst?
Friðrik Þór Guðmundsson
Skoðun

Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs?
Ómar Torfason skrifar

Flokkurinn hans Gunnars Smára?
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur
Ingvar Júlíus Baldursson skrifar

Hætt við að hækka ekki skatta á almenning
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Hver borgar brúsann?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Hvers vegna berðu kross?
Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar

Þannig gerum við þetta?
Ísak Ernir Kristinsson skrifar

Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Falleinkunn skólakerfis?
Helga Þórisdóttir skrifar

Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann
Margrét Reynisdóttir skrifar

Hvar er auðlindarentan?
Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni
Ómar Már Jónsson skrifar

Virði barna og ungmenna
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Sættir þú þig við þetta?
Jón Pétur Zimsen skrifar

Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum
Lúðvík Júlíusson skrifar

Lægri gjöld, fleiri tækifæri
Bragi Bjarnason skrifar

Tölum um stóra valdaframsalsmálið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna
Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar

Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Gott frumvarp, en hvað með verklagið?
Bogi Ragnarsson skrifar

Augnablikið
Magnús Jóhann Hjartarson skrifar

Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag
Bolli Héðinsson skrifar

„Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum
Eyrún Arnarsdóttir skrifar

Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál
Grímur Atlason skrifar

Í vörn gegn sjálfum sér?
Ólafur Stephensen skrifar

Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar