Fleiri minnisvarða! Guðmundur Gunnarsson skrifar 12. desember 2005 17:28 Sæll Egill Það kom fram hjá þér fyrir nokkru í skemmtilegum pistli, að það væru svo fáar myndastyttur í Reykjavík. Ég hef verið að ráfa um götur hinnar exótísku Buenos Aires undanfarna daga. Þá áttaði ég mig á að ástæðan fyrir þessu er að við eigum enga minnisvarða. Í BA eru mörg stór og víðáttumikil torg og garðar þar sem eru stórir og miklir minnisvarðar um merka viðburði í sögu landsins. Íslenskir stjórnmálamenn hafa alltaf verið svo heimóttarlegir, að þeim hefur einungis komið í hug að setja upp styttur af sjálfum sér. Það er nefnilega svo, eins og við vitum öll, að þá eru minnisverðir áfangar ætíð tilkomnir þegar almúginn nær einhverju fram eftir langvinna baráttu við ríkjandi stjórnvöld. Kosningaréttur fyrir aðra en sérútvalda, Hjúalögin, Vökulögin, kosningaréttur kvenna og þannig mætti lengi telja. Vitanlega eigum við að reisa minnisvarða. T.d. mætti taka nokkra lágreista bárujárnskofa á svæðinu milli Laugavegs og Grettisgötu og búa þar til stórt torg og setja þar upp mikinn minnisvarða um vökulögin. Þarna væri úrvinda sjómaður brosandi sæll í hvílu sinni og nyti svalandi úða frá fallegum gosbrunnum. Einnig mætti rýma svæðið milli MR og Miðbæjarskólans og setja þar upp minnisvarða um þegar vinnuhjú fengu frelsi í byrjun síðustu aldar. Hið stærsta gæti svo verið í Vatnsmýrinni fyrir framan Háskólann, þar sem þess væri minnst á veglegan hátt þegar íslenskur almúgi svínlagði stjórnvöld nýverið. Þegar þau vildu banna blöð sem skrifuðu um þau eins og ekki átti að gera að þeirra mati. "Þetta verður að stöðva"; hrópuðu ráðherrar úr ræðustól Alþingis og veifuðu umræddum blöðum úr ræðustól Alþingis. "Þau urðu næstum til þess að við töpuðum síðustu kosningum," var endurtekið viðkvæði ráðherra og stjórnarþingmanna. Hér gæti maður séð fyrir sér minnisvarða þar sem almúginn nær frumvarpinu úr höndum ráðherra og fótum treður þau. Allt í kring væru gosbrunnar og þar að auki fjöldi kaffihúsa þar sem hægt væri að fá margskonar kruðerí á vinalegu verði. Svo ég sé nú ábyrgur þá ætla ég einnig að benda á leið til þess að fjármagna þetta, það mætti renna í gegnum Alþingi lög um afnám ofureftirlaunaréttar og skattfríðinda fráðherra og annarra útvalinna. Með því sparaðist um 600 millj. kr. (ekki í mesta lagi 6 eins haldið var fram þegar frumvarpið var kynnt). Buenos Aires Kærar kveðjur,Guðmundur Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Egill Það kom fram hjá þér fyrir nokkru í skemmtilegum pistli, að það væru svo fáar myndastyttur í Reykjavík. Ég hef verið að ráfa um götur hinnar exótísku Buenos Aires undanfarna daga. Þá áttaði ég mig á að ástæðan fyrir þessu er að við eigum enga minnisvarða. Í BA eru mörg stór og víðáttumikil torg og garðar þar sem eru stórir og miklir minnisvarðar um merka viðburði í sögu landsins. Íslenskir stjórnmálamenn hafa alltaf verið svo heimóttarlegir, að þeim hefur einungis komið í hug að setja upp styttur af sjálfum sér. Það er nefnilega svo, eins og við vitum öll, að þá eru minnisverðir áfangar ætíð tilkomnir þegar almúginn nær einhverju fram eftir langvinna baráttu við ríkjandi stjórnvöld. Kosningaréttur fyrir aðra en sérútvalda, Hjúalögin, Vökulögin, kosningaréttur kvenna og þannig mætti lengi telja. Vitanlega eigum við að reisa minnisvarða. T.d. mætti taka nokkra lágreista bárujárnskofa á svæðinu milli Laugavegs og Grettisgötu og búa þar til stórt torg og setja þar upp mikinn minnisvarða um vökulögin. Þarna væri úrvinda sjómaður brosandi sæll í hvílu sinni og nyti svalandi úða frá fallegum gosbrunnum. Einnig mætti rýma svæðið milli MR og Miðbæjarskólans og setja þar upp minnisvarða um þegar vinnuhjú fengu frelsi í byrjun síðustu aldar. Hið stærsta gæti svo verið í Vatnsmýrinni fyrir framan Háskólann, þar sem þess væri minnst á veglegan hátt þegar íslenskur almúgi svínlagði stjórnvöld nýverið. Þegar þau vildu banna blöð sem skrifuðu um þau eins og ekki átti að gera að þeirra mati. "Þetta verður að stöðva"; hrópuðu ráðherrar úr ræðustól Alþingis og veifuðu umræddum blöðum úr ræðustól Alþingis. "Þau urðu næstum til þess að við töpuðum síðustu kosningum," var endurtekið viðkvæði ráðherra og stjórnarþingmanna. Hér gæti maður séð fyrir sér minnisvarða þar sem almúginn nær frumvarpinu úr höndum ráðherra og fótum treður þau. Allt í kring væru gosbrunnar og þar að auki fjöldi kaffihúsa þar sem hægt væri að fá margskonar kruðerí á vinalegu verði. Svo ég sé nú ábyrgur þá ætla ég einnig að benda á leið til þess að fjármagna þetta, það mætti renna í gegnum Alþingi lög um afnám ofureftirlaunaréttar og skattfríðinda fráðherra og annarra útvalinna. Með því sparaðist um 600 millj. kr. (ekki í mesta lagi 6 eins haldið var fram þegar frumvarpið var kynnt). Buenos Aires Kærar kveðjur,Guðmundur Gunnarsson
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun