Sport

Ajax er stærri klúbbur en Tottenham

Mido hefur skorað sex mörk fyrir Tottenham í deildarkeppninni í vetur
Mido hefur skorað sex mörk fyrir Tottenham í deildarkeppninni í vetur NordicPhotos/GettyImages

Egypski framherjinn Mido hjá Tottenham, sem er í láni hjá Lundúnaliðinu frá Roma, segir að Ajax sé mun stærri klúbbur en Tottenham, en hann lék áður með hollenska liðinu.

"Enska úrvalsdeildin er stærri og sterkari deild en sú hollenska, en Ajax er stærri klúbbur en Tottenham. Ajax á sér meiri sögu og sigurhefð," sagði Mido, sem heldur brátt með landsliði sínu í Afríkukeppnina og missir væntanlega úr sex deildarleiki og hugsanlega tvo bikarleiki.

"Ég er mjög ánægður hjá Tottenham og enska deildin hentar mér ákaflega vel. Hér er hraði, sóknarbolti og leikmenn eru líkamlega sterkir. Það sem er samt svo sérstakt við úrvalsdeildina er það, að þó stóru liðin séu að spila við litlu liðin, er engin leið að spá fyrir um úrslitin, því það er eins og allir geti unnið alla hérna," sagði Mido, sem vonast til að verða keyptur til Tottenham frá Roma þegar lánssamningur hans rennur út en enska liðið á forkaupsrétt á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×