Sænski markaskorarinn Henrik Larsson hefur gefið það út að hann muni fara frá Barcelona í sumar eftir að hafa snúist hugur í samningaviðræðum við félagið. Larsson segir að hugur hans stefni heim á leið.
"Mér finnst vera kominn tími til að fara heim aftur, ég held að tvö ár í Barcelona sé nóg og ég held að ég fái að spila meira annarsstaðar. Enginn sóknarmaður sættir sig við að vera á varamannabekk til lengdar," sagði Larsson.