Exista með Íslandsmet í hagnaði á einu ári 1. mars 2006 00:01 Exista, fjárfestingarfélag í eigu bræðranna í Bakkavör, KB banka og nokkurra sparisjóða, skilaði samkvæmt heimildum Markaðarins 50,3 milljörðum króna í hagnað í fyrra. Þetta er mesti hagnaður íslensks félags á einu ári, en fyrra metið átti KB banki sem hagnaðist um 49,3 milljarða í fyrra. Helstu eignir Exista eru ríflega fimmtungs hlutur í KB banka og tæplega þrjátíu prósenta hlutur í Bakkavör. Bæði þessi félög eru skráð á markað og verulegur gengishagnaður var af eign Exista í þeim á síðasta ári. Eignir Exista námu 162 milljörðum króna og nam eigið fé 96 milljörðum króna í árslok. Það er meira en eigið fé Íslandsbanka í lok árs. Hlutfall eigin fjár er því um 60 prósent sem gefur rými fyrir talsverðar fjárfestingar til viðbótar. Exista leiddi hóp fjárfesta í kaupum á hlut ríkisins í Símanum og á 43 prósenta hlut í fyrirtækinu. Sá hlutur er samkvæmt heimildum færður á kaupvirði og eins mun um 19 prósenta hlut í VÍS. Telja má öruggt að í þessum eignum felist dulinn hagnaður, en VÍS hefur eflst til muna frá kaupunum og er gjörbreytt félag að stærð og styrk. Auk þess á félagið 22 prósenta hlut í Medcare Flögu, en það félag hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu að undanförnu. Exista er, auk þess að vera kjölfestufjárfestir fyrrgreindra félaga, með umtalsverðar fjárhæðir á veltubók til stöðutöku og fjárfestinga til skemmri tíma. Félagið keypti nýverið tíu prósenta hlut í stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins, Kögun. Síminn hafði skömmu áður keypt 27 prósenta hlut í Kögun. Enn á eftir að koma í ljós hvert stefnt er með þeirri fjárfestingu, en líklegt er að Síminn muni stjórna vegferð Kögunar í framtíðinni. Skráðar eignir Exista hafa hækkað verulega frá áramótum og má gera ráð fyrir að eigið fé hafi aukist um 20 milljarða króna og nemi því um 116 milljörðum króna. Félagið býr því yfir talsverðri ónýttri getu til frekari fjárfestinga. Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Exista, fjárfestingarfélag í eigu bræðranna í Bakkavör, KB banka og nokkurra sparisjóða, skilaði samkvæmt heimildum Markaðarins 50,3 milljörðum króna í hagnað í fyrra. Þetta er mesti hagnaður íslensks félags á einu ári, en fyrra metið átti KB banki sem hagnaðist um 49,3 milljarða í fyrra. Helstu eignir Exista eru ríflega fimmtungs hlutur í KB banka og tæplega þrjátíu prósenta hlutur í Bakkavör. Bæði þessi félög eru skráð á markað og verulegur gengishagnaður var af eign Exista í þeim á síðasta ári. Eignir Exista námu 162 milljörðum króna og nam eigið fé 96 milljörðum króna í árslok. Það er meira en eigið fé Íslandsbanka í lok árs. Hlutfall eigin fjár er því um 60 prósent sem gefur rými fyrir talsverðar fjárfestingar til viðbótar. Exista leiddi hóp fjárfesta í kaupum á hlut ríkisins í Símanum og á 43 prósenta hlut í fyrirtækinu. Sá hlutur er samkvæmt heimildum færður á kaupvirði og eins mun um 19 prósenta hlut í VÍS. Telja má öruggt að í þessum eignum felist dulinn hagnaður, en VÍS hefur eflst til muna frá kaupunum og er gjörbreytt félag að stærð og styrk. Auk þess á félagið 22 prósenta hlut í Medcare Flögu, en það félag hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu að undanförnu. Exista er, auk þess að vera kjölfestufjárfestir fyrrgreindra félaga, með umtalsverðar fjárhæðir á veltubók til stöðutöku og fjárfestinga til skemmri tíma. Félagið keypti nýverið tíu prósenta hlut í stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins, Kögun. Síminn hafði skömmu áður keypt 27 prósenta hlut í Kögun. Enn á eftir að koma í ljós hvert stefnt er með þeirri fjárfestingu, en líklegt er að Síminn muni stjórna vegferð Kögunar í framtíðinni. Skráðar eignir Exista hafa hækkað verulega frá áramótum og má gera ráð fyrir að eigið fé hafi aukist um 20 milljarða króna og nemi því um 116 milljörðum króna. Félagið býr því yfir talsverðri ónýttri getu til frekari fjárfestinga.
Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira