Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2024 13:28 Kona heldur á poka með niðrandi slagorðinu um rússneska herskipið Moskvu við bakka árinnar Dnjepr í Kænugarði. Vísir/Getty Evrópskur dómstóll hafnaði umsókn úkraínska landamæraeftirlitsins um að skrá svívirðingar um rússneskt herskip sem vörumerki í dag. Svívirðingarnar hafa orðið að nokkurs konar þjóðarslagorði í Úkraínu í stríðinu gegn Rússum. Landamæraeftirlitið sóttist eftir því að skrá setninguna „Rússneskt herskip, troddu því upp í rassgatið á þér“ sem vörumerki. Almenni dómstóll Evrópusambandsins hafnaði kröfunni á þeim forsendum að það væri pólitískt slagorð og snerist hvorki um vöru né þjónustu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Uppruni slagorðsins er samskipti áhafnar rússneska herskipsins Moskvu við landamæraverði á Snákaeyju í Svartahafi á upphafsdögum stríðsins árið 2022. Skipuðu Rússarnir Úkraínumönnunum að gefast upp eða deyja ella. „Rússneskt herskip, troddu því upp í rassgatið á þér,“ var svar Úkraínumannanna. Landamæraverðirnir voru teknir höndum en var síðar sleppt í fangaskiptum. Síðan þá hafa fúkyrði þeirra verið prentuð á boli, kaffibolla, auglýsingaskilti og frímerki í Úkraínu og verið táknræn fyrir baráttu Úkraínumanna gegn innrásinni. Rússar yfirgáfu Snákaeyju eftir nokkurra mánaða hersetu. Úkraínumenn sökktu herskipinu Moskvu síðar sama ár og orðaskipti áhafnarinnar við hermennina á Snákaeyju áttu sér stað. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Landamæraeftirlitið sóttist eftir því að skrá setninguna „Rússneskt herskip, troddu því upp í rassgatið á þér“ sem vörumerki. Almenni dómstóll Evrópusambandsins hafnaði kröfunni á þeim forsendum að það væri pólitískt slagorð og snerist hvorki um vöru né þjónustu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Uppruni slagorðsins er samskipti áhafnar rússneska herskipsins Moskvu við landamæraverði á Snákaeyju í Svartahafi á upphafsdögum stríðsins árið 2022. Skipuðu Rússarnir Úkraínumönnunum að gefast upp eða deyja ella. „Rússneskt herskip, troddu því upp í rassgatið á þér,“ var svar Úkraínumannanna. Landamæraverðirnir voru teknir höndum en var síðar sleppt í fangaskiptum. Síðan þá hafa fúkyrði þeirra verið prentuð á boli, kaffibolla, auglýsingaskilti og frímerki í Úkraínu og verið táknræn fyrir baráttu Úkraínumanna gegn innrásinni. Rússar yfirgáfu Snákaeyju eftir nokkurra mánaða hersetu. Úkraínumenn sökktu herskipinu Moskvu síðar sama ár og orðaskipti áhafnarinnar við hermennina á Snákaeyju áttu sér stað.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira