Kjarabót hverra á þingmaðurinn við? Karl Gústaf Ásgrímsson skrifar 17. mars 2006 06:00 Hæstvirtur alþingismaður Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar grein í Morgunblaðið sunnudaginn 5. mars s.l. sem hann nefnir Kærkomin kjarabót fyrir eldri borgara. Þar er hann að tala um niðurfellingu eignarskatts og telur það mikla kjarabót fyrir aldraða og nefnir sem dæmi að á síðasta ári greiddu 15.370 aldraðir eignarskatt, sem fellur niður í ár. Hann getur þess ekki að þessir 15.370 aldraðir eru hinir efnameiri af öldruðum, en hinir sem eru álíka margir og eru eignalitlir eða eignalausir og hafa ekki greitt eignarskatt fá enga lækkun, fá enga kjarabót, þannig að þarna er verið að lækka skatta á þeim efnameiri, en hinir fá ekkert. Þetta er ekki kjarabót fyrir þá sem minnst hafa, þarna er verið að hygla þeim sem meira mega sín. Það kemur ekki fram hjá þingmanninum að á undanförnum árum hefur fasteignamat stórhækkað og eignamenn urðu því fyrir aukinni skattheimtu sem þurfti að lagfæra og því var eignarskatturinn lagður niður. Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 7. mars er grein eftir annan hæstvirtan alþingismann Birgir Ármannsson, sem hann nefnir Skattahækkanir eða skattalækkanir og endar hann greinina á að kjósendur hafi fengið í kaupbæti almenna lækkun á tekjuskattshlutfalli, afnám eignarskatts og lækkun á erfðafjárskatti. Það hefur verið margbent á að kjarabót eða tekjuskattslækkun aldraðra sem hafa sína framfærslu að mestu frá Tryggingastofnun er lítil eða nánast engin þar sem tekjurnar eru um og rétt yfir skattleysismörkum. Það var sagt hér að framan að niðurfelling eignarskatts er ekki kjarabót fyrir eignalausa og tekjulága aldraða og ekki er hægt annað en að brosa að rökum þeirra ráðamanna sem telja að lækkun á erfðafjárskatti sé kjarabót fyrir aldraða. Er það kjarabót fyrir okkur að þeir sem eiga að erfa okkur fái skattalækkun? Ekki verður séð að þessar skattalækkanir sem þessir þingmenn tala um komi þeim öldruðum sem lægstar tekjur hafa, mikið til góða eða auki kaupmátt þeirra, en það munar miklu hjá þeim sem miklar tekjur hafa. Það er leikur einn að koma með allskonar dæmi og gefa sér forsendur til að fá hagstæða útkomu. Eða er það skattalækkun að ellilífeyrisþegi, sem fær ellilífeyri, hálfa tekjutryggingu og greiðslu úr lífeyrissjóði greiddi 1. nóvember 1999 rúmlega 18 % í staðgreiðslu af þessum launum eftir að hafa nýtt skattkortið að fullu, en 1. nóvember 2005 greiddi hann rúmlega 21 % í staðgreiðslu. Það sýnir vilja stjórnvalda gagnvart öldruðum að þegar Alþýðusambandið samdi í haust um 26.000 kr. eingreiðslu til sinna félaga og ríkisstjórn lofaði að ellilífeyrisþegar ættu að fá sömu hækkun þá var þessi greiðsla skert eins og tekjutryggingin. Þessi ellilífeyrisþegi, sem ég gat um fékk aðeins 13.000 kr. í eingreiðslu. Þannig var þetta loforð efnt.Höfundur er formaður félags eldri borgara í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hæstvirtur alþingismaður Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar grein í Morgunblaðið sunnudaginn 5. mars s.l. sem hann nefnir Kærkomin kjarabót fyrir eldri borgara. Þar er hann að tala um niðurfellingu eignarskatts og telur það mikla kjarabót fyrir aldraða og nefnir sem dæmi að á síðasta ári greiddu 15.370 aldraðir eignarskatt, sem fellur niður í ár. Hann getur þess ekki að þessir 15.370 aldraðir eru hinir efnameiri af öldruðum, en hinir sem eru álíka margir og eru eignalitlir eða eignalausir og hafa ekki greitt eignarskatt fá enga lækkun, fá enga kjarabót, þannig að þarna er verið að lækka skatta á þeim efnameiri, en hinir fá ekkert. Þetta er ekki kjarabót fyrir þá sem minnst hafa, þarna er verið að hygla þeim sem meira mega sín. Það kemur ekki fram hjá þingmanninum að á undanförnum árum hefur fasteignamat stórhækkað og eignamenn urðu því fyrir aukinni skattheimtu sem þurfti að lagfæra og því var eignarskatturinn lagður niður. Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 7. mars er grein eftir annan hæstvirtan alþingismann Birgir Ármannsson, sem hann nefnir Skattahækkanir eða skattalækkanir og endar hann greinina á að kjósendur hafi fengið í kaupbæti almenna lækkun á tekjuskattshlutfalli, afnám eignarskatts og lækkun á erfðafjárskatti. Það hefur verið margbent á að kjarabót eða tekjuskattslækkun aldraðra sem hafa sína framfærslu að mestu frá Tryggingastofnun er lítil eða nánast engin þar sem tekjurnar eru um og rétt yfir skattleysismörkum. Það var sagt hér að framan að niðurfelling eignarskatts er ekki kjarabót fyrir eignalausa og tekjulága aldraða og ekki er hægt annað en að brosa að rökum þeirra ráðamanna sem telja að lækkun á erfðafjárskatti sé kjarabót fyrir aldraða. Er það kjarabót fyrir okkur að þeir sem eiga að erfa okkur fái skattalækkun? Ekki verður séð að þessar skattalækkanir sem þessir þingmenn tala um komi þeim öldruðum sem lægstar tekjur hafa, mikið til góða eða auki kaupmátt þeirra, en það munar miklu hjá þeim sem miklar tekjur hafa. Það er leikur einn að koma með allskonar dæmi og gefa sér forsendur til að fá hagstæða útkomu. Eða er það skattalækkun að ellilífeyrisþegi, sem fær ellilífeyri, hálfa tekjutryggingu og greiðslu úr lífeyrissjóði greiddi 1. nóvember 1999 rúmlega 18 % í staðgreiðslu af þessum launum eftir að hafa nýtt skattkortið að fullu, en 1. nóvember 2005 greiddi hann rúmlega 21 % í staðgreiðslu. Það sýnir vilja stjórnvalda gagnvart öldruðum að þegar Alþýðusambandið samdi í haust um 26.000 kr. eingreiðslu til sinna félaga og ríkisstjórn lofaði að ellilífeyrisþegar ættu að fá sömu hækkun þá var þessi greiðsla skert eins og tekjutryggingin. Þessi ellilífeyrisþegi, sem ég gat um fékk aðeins 13.000 kr. í eingreiðslu. Þannig var þetta loforð efnt.Höfundur er formaður félags eldri borgara í Kópavogi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun