Skussarnir verðlaunaðir 25. apríl 2006 14:15 ósætti Innan þessara veggja í ÍR-heimilinu verður eflaust hart tekist á um hvað gera skuli við milljórnir þrjátíu sem fást fyrir leigu Hengilssvæðisins. fréttablaðið/pjetur Hólmgeir Einarsson, stjórnarmaður í handknattleiksdeild ÍR, gagnrýnir vinnubrögð aðalstjórnar félagsins harðlega. Aðalstjórn hyggst hreinsa upp skuldir íþróttadeilda félagsins en deildin sem er með reksturinn í lagi fær enga umbun. Skíðadeild ÍR er búin að leigja Orkuveitunni skíðasvæðið sitt, Hengilssvæðið, og hefur einnig gefið leyfi á að svæðinu verði breytt í malarnámu. Mun deildin því flytja rekstur sinn yfir í Bláfjöll. Alls hagnast félagið á þessum aðgerðum um 30 milljónirr króna en ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig eyða eigi peningunum. Aðalstjórn félagsins mælir með því að milljónunum verði skipt upp á eftirfarandi hátt: Skíðadeildin fær rúmar 6 milljónir í rekstrarfé. Síðan mælist aðalstjórnin til þess að frjálsíþróttadeildin fái 2,7 milljónir króna sem notaðar verði til að greiða upp lán. Sama á við um fótboltann og körfuboltann sem fá 6 milljónir króna hvort til að greiða upp lán en handknattleiksdeildin fær eina milljón til að greiða upp það litla sem deildin skuldar. Síðustu 8 milljónirnar fara síðan í sjóð sem verður í umsjá aðalstjórnar. Þess utan mælist aðalstjórnin til þess að 11,2 milljóna króna skuld körfuknattleiksdeildarinnar verði afskrifuð, sem og 1,2 milljón króna skuld knattspyrnudeildarinnar við aðalstjórn. Með öðrum orðum þurrkast út 17,2 milljóna króna skuld körfuknattleiksdeildarinnar á einu bretti og knattspyrnudeildin verður laus við 7,2 milljóna króna skuld. Þessi tillaga hefur farið mjög illa í forkólfa handknattleiksdeildar ÍR, sem segja aðalstjórnina vera að senda út röng skilaboð. "Það er einfaldlega verið að verðlauna skussana og þau skilaboð send út að engu skipti hversu óábyrgur rekstur þeirra sé. Það verði alltaf hreinsað upp eftir þá. Við sem höfum verið að reka okkar deild skynsamlega fáum síðan ekkert fyrir okkar snúð þegar loksins kemur peningur en við hefðum svo sannarlega getað nýtt eitthvað af þessum peningum sem karfan og fótboltinn er að fá þegar við misstum allt okkar lið fyrir ári síðan. Þrátt fyrir missinn héldum við rekstrinum í réttu formi og fórum ekki að eyða peningum sem við eigum ekki," sagði Hólmgeir Einarsson, sem staðið hefur í stafni handknattleiksdeildarinnar til margra ára en er að draga sig út af heilsufarsástæðum. Hann tók sig til á sínum tíma og hreinsaði upp skuldir handknattleiksdeildar með hjálp góðra manna á sínum tíma og hefur æ síðan rekið deildina án þess að stofna til skulda. Sjáðu síðan hvernig deildirnar bregðast við þegar þær sjá að það er verið að fara að draga þær upp úr skuldafeninu. Körfuknattleiksdeildin semur við dýrasta þjálfara landsins og svo er spurning hvort honum fylgi ekki dýrir leikmenn. Knattspyrnudeildin tilkynnir síðan að kvennaliðið ætli að flytja inn þrjá erlenda leikmenn og auglýsir eftir húsnæði. Með öðrum orðum virðast þessar deildir ætla að fara beint í sama farið og stofna aftur til skulda, sagði Hólmgeir þungur á brún en hann hefur ekki gefið upp alla von um að þessari tillögu verði breytt. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Hólmgeir Einarsson, stjórnarmaður í handknattleiksdeild ÍR, gagnrýnir vinnubrögð aðalstjórnar félagsins harðlega. Aðalstjórn hyggst hreinsa upp skuldir íþróttadeilda félagsins en deildin sem er með reksturinn í lagi fær enga umbun. Skíðadeild ÍR er búin að leigja Orkuveitunni skíðasvæðið sitt, Hengilssvæðið, og hefur einnig gefið leyfi á að svæðinu verði breytt í malarnámu. Mun deildin því flytja rekstur sinn yfir í Bláfjöll. Alls hagnast félagið á þessum aðgerðum um 30 milljónirr króna en ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig eyða eigi peningunum. Aðalstjórn félagsins mælir með því að milljónunum verði skipt upp á eftirfarandi hátt: Skíðadeildin fær rúmar 6 milljónir í rekstrarfé. Síðan mælist aðalstjórnin til þess að frjálsíþróttadeildin fái 2,7 milljónir króna sem notaðar verði til að greiða upp lán. Sama á við um fótboltann og körfuboltann sem fá 6 milljónir króna hvort til að greiða upp lán en handknattleiksdeildin fær eina milljón til að greiða upp það litla sem deildin skuldar. Síðustu 8 milljónirnar fara síðan í sjóð sem verður í umsjá aðalstjórnar. Þess utan mælist aðalstjórnin til þess að 11,2 milljóna króna skuld körfuknattleiksdeildarinnar verði afskrifuð, sem og 1,2 milljón króna skuld knattspyrnudeildarinnar við aðalstjórn. Með öðrum orðum þurrkast út 17,2 milljóna króna skuld körfuknattleiksdeildarinnar á einu bretti og knattspyrnudeildin verður laus við 7,2 milljóna króna skuld. Þessi tillaga hefur farið mjög illa í forkólfa handknattleiksdeildar ÍR, sem segja aðalstjórnina vera að senda út röng skilaboð. "Það er einfaldlega verið að verðlauna skussana og þau skilaboð send út að engu skipti hversu óábyrgur rekstur þeirra sé. Það verði alltaf hreinsað upp eftir þá. Við sem höfum verið að reka okkar deild skynsamlega fáum síðan ekkert fyrir okkar snúð þegar loksins kemur peningur en við hefðum svo sannarlega getað nýtt eitthvað af þessum peningum sem karfan og fótboltinn er að fá þegar við misstum allt okkar lið fyrir ári síðan. Þrátt fyrir missinn héldum við rekstrinum í réttu formi og fórum ekki að eyða peningum sem við eigum ekki," sagði Hólmgeir Einarsson, sem staðið hefur í stafni handknattleiksdeildarinnar til margra ára en er að draga sig út af heilsufarsástæðum. Hann tók sig til á sínum tíma og hreinsaði upp skuldir handknattleiksdeildar með hjálp góðra manna á sínum tíma og hefur æ síðan rekið deildina án þess að stofna til skulda. Sjáðu síðan hvernig deildirnar bregðast við þegar þær sjá að það er verið að fara að draga þær upp úr skuldafeninu. Körfuknattleiksdeildin semur við dýrasta þjálfara landsins og svo er spurning hvort honum fylgi ekki dýrir leikmenn. Knattspyrnudeildin tilkynnir síðan að kvennaliðið ætli að flytja inn þrjá erlenda leikmenn og auglýsir eftir húsnæði. Með öðrum orðum virðast þessar deildir ætla að fara beint í sama farið og stofna aftur til skulda, sagði Hólmgeir þungur á brún en hann hefur ekki gefið upp alla von um að þessari tillögu verði breytt.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira