Matarinnkaup lækka um fimmtíu þúsund 13. júlí 2006 03:30 Matarinnkaup fjölskyldunnar lækka um fimmtíu þúsund krónur á ári, gangi tillögur nefndar forsætisráðherra eftir. Nefndin var skipuð í upphafi árs og var ætlað að fjalla um helstu orsakaþætti hás matvælaverðs á Íslandi og gera tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í helstu nágrannaríkjum. Í nefndinni sátu fulltrúar fjögurra ráðherra og fimm hagsmunasamtaka. Meðal þess sem nefndin gerir tillögur um er að vörugjald á matvælum verði fellt niður og að öll matvara beri fjórtán prósenta virðisaukaskatt en ýmsar vörur – einkum það sem kallað er munaðarvörur – bera 24,5 prósenta virðisaukaskatt. Þau sjónarmið voru uppi í nefndinni að fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum en fulltrúi Bændasamtakanna í nefndinni lagðist alfarið gegn þeim. „Við vorum ekki tilbúin til að ræða einhliða stór skref í tollabreytingum,“ segir Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökunum. „Okkur komu á óvart þær hugmyndir sem ræddar voru í nefndinni um að gera miklu meira í færri og stærri skrefum heldur en áður hefur verið rætt um af hálfu stjórnvalda. Einhliða lækkun á tollum er ekki eitthvað sem þjóðir eru almennt að gera. Þetta er ákveðið samningstæki og við hljótum að vilja fá einhvern ávinning fyrir aðra atvinnustarfsemi í landinu á móti.“ Erna bendir á að Ísland hefur verið í viðræðum við Alþjóðaviðskiptastofnunina varðandi niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum og eðlilegra sé að láta þróunina hér miða við straumana þar. „Alþýðusamband Íslands hefur talað fyrir ágengari málflutningi varðandi niðurfellingu á landbúnaðartollum og ég held það sé óhætt að segja að það hafi borið breiðast þar á milli.“ Nefndin mun skila skýrslu til forsætisráðherra á næstu dögum. Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Matarinnkaup fjölskyldunnar lækka um fimmtíu þúsund krónur á ári, gangi tillögur nefndar forsætisráðherra eftir. Nefndin var skipuð í upphafi árs og var ætlað að fjalla um helstu orsakaþætti hás matvælaverðs á Íslandi og gera tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í helstu nágrannaríkjum. Í nefndinni sátu fulltrúar fjögurra ráðherra og fimm hagsmunasamtaka. Meðal þess sem nefndin gerir tillögur um er að vörugjald á matvælum verði fellt niður og að öll matvara beri fjórtán prósenta virðisaukaskatt en ýmsar vörur – einkum það sem kallað er munaðarvörur – bera 24,5 prósenta virðisaukaskatt. Þau sjónarmið voru uppi í nefndinni að fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum en fulltrúi Bændasamtakanna í nefndinni lagðist alfarið gegn þeim. „Við vorum ekki tilbúin til að ræða einhliða stór skref í tollabreytingum,“ segir Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökunum. „Okkur komu á óvart þær hugmyndir sem ræddar voru í nefndinni um að gera miklu meira í færri og stærri skrefum heldur en áður hefur verið rætt um af hálfu stjórnvalda. Einhliða lækkun á tollum er ekki eitthvað sem þjóðir eru almennt að gera. Þetta er ákveðið samningstæki og við hljótum að vilja fá einhvern ávinning fyrir aðra atvinnustarfsemi í landinu á móti.“ Erna bendir á að Ísland hefur verið í viðræðum við Alþjóðaviðskiptastofnunina varðandi niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum og eðlilegra sé að láta þróunina hér miða við straumana þar. „Alþýðusamband Íslands hefur talað fyrir ágengari málflutningi varðandi niðurfellingu á landbúnaðartollum og ég held það sé óhætt að segja að það hafi borið breiðast þar á milli.“ Nefndin mun skila skýrslu til forsætisráðherra á næstu dögum.
Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira