Landsmenn bítast um laus sæti í sólina 15. júlí 2006 03:30 Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða "Framboðið er takmarkað en eftirspurnin vex með hverjum rigningardropa," segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða. MYND/Valgarður Utanlandsferðir „Það er bitist um ferðirnar. Fólk hringir eða kemur til okkar og við reynum að koma til móts við óskirnar eins og hægt er en svo verður þetta bara samvinnuverkefni sem við leysum saman. Aðalatriðið er að ferðirnar séu vandaðar og þrjátíu stiga hiti. Það er það sem fólk spáir í," segir Þorvaldur Sverrisson, markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir sólarlandaferðum síðustu vikur og er víðast uppselt. Þorvaldur segir að venjulega sé farið að hægja á sölunni en þannig sé það ekki nú. „Það er mjög mikil sala og öll pláss rifin út," segir hann. „Framboðið er takmarkað en eftirspurnin vex með hverjum rigningardropa. Það er lítið til af lausum sætum en fólk vill komast burt frá þessu veðri. Við eigum örfá sæti til en það er allt að klárast. Ég býst við að í næstu viku verði ekkert til fyrr en einhvern tímann í ágúst," segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða. Þorvaldur segir að miklu hafi verið bætt við af sólarlandaferðum hjá Úrvali-Útsýn frá því í fyrra og fyrir tveimur mánuðum hefði verið reiknað með að það yrði töluvert af lausum sætum. „Við reiknuðum með að það yrði frekar offramboð á markaðnum í sumar, en nú fyllist hver vélin á fætur annarri. Við þurfum að finna gististaði jafnóðum. Það hefur tekist hingað til en það er daglegur barningur að sjá um að fólk geti komist út í sólina," segir hann. Þorvaldur segir heppni ef laust sæti finnist með litlum fyrirvara. Hann rifjar upp að kona ein hafi komið í Úrval-Útsýn nýlega með allar töskur pakkaðar. Hún var komin upp í flugvél tveimur tímum seinna á leið til Mallorca því að sú vél var einmitt að fara í loftið. „Þrátt fyrir gengisbreytingarnar eru ferðir til sólarlanda hagkvæmar. Þessar ferðir verða aldrei jafn dýrar og í gamla daga. Fólk hefur efni á þessu og nú er það farið að fresta sumarfríinu til að komast í fjörið hjá okkur," segir hann. Jenný Clausen, sölufulltrúi hjá Apollo, segir að álagið hafi verið gríðarlegt síðustu vikur og allar vélar nánast fullar. „Fólk biður okkur um að hringja ef eitthvað losnar eða við fáum fleiri herbergi," segir hún. Innlent Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira
Utanlandsferðir „Það er bitist um ferðirnar. Fólk hringir eða kemur til okkar og við reynum að koma til móts við óskirnar eins og hægt er en svo verður þetta bara samvinnuverkefni sem við leysum saman. Aðalatriðið er að ferðirnar séu vandaðar og þrjátíu stiga hiti. Það er það sem fólk spáir í," segir Þorvaldur Sverrisson, markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir sólarlandaferðum síðustu vikur og er víðast uppselt. Þorvaldur segir að venjulega sé farið að hægja á sölunni en þannig sé það ekki nú. „Það er mjög mikil sala og öll pláss rifin út," segir hann. „Framboðið er takmarkað en eftirspurnin vex með hverjum rigningardropa. Það er lítið til af lausum sætum en fólk vill komast burt frá þessu veðri. Við eigum örfá sæti til en það er allt að klárast. Ég býst við að í næstu viku verði ekkert til fyrr en einhvern tímann í ágúst," segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða. Þorvaldur segir að miklu hafi verið bætt við af sólarlandaferðum hjá Úrvali-Útsýn frá því í fyrra og fyrir tveimur mánuðum hefði verið reiknað með að það yrði töluvert af lausum sætum. „Við reiknuðum með að það yrði frekar offramboð á markaðnum í sumar, en nú fyllist hver vélin á fætur annarri. Við þurfum að finna gististaði jafnóðum. Það hefur tekist hingað til en það er daglegur barningur að sjá um að fólk geti komist út í sólina," segir hann. Þorvaldur segir heppni ef laust sæti finnist með litlum fyrirvara. Hann rifjar upp að kona ein hafi komið í Úrval-Útsýn nýlega með allar töskur pakkaðar. Hún var komin upp í flugvél tveimur tímum seinna á leið til Mallorca því að sú vél var einmitt að fara í loftið. „Þrátt fyrir gengisbreytingarnar eru ferðir til sólarlanda hagkvæmar. Þessar ferðir verða aldrei jafn dýrar og í gamla daga. Fólk hefur efni á þessu og nú er það farið að fresta sumarfríinu til að komast í fjörið hjá okkur," segir hann. Jenný Clausen, sölufulltrúi hjá Apollo, segir að álagið hafi verið gríðarlegt síðustu vikur og allar vélar nánast fullar. „Fólk biður okkur um að hringja ef eitthvað losnar eða við fáum fleiri herbergi," segir hún.
Innlent Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira