Erlent

Eitt af hverjum 100 börnum

Samkvæmt nýrri breskri rannsókn er eitt af hverjum 100 börnum í Bretlandi einhverft. Þetta er mun hærri tala en áður hefur verið stuðst við, en fyrir tíunda áratuginn töldu sérfræðingar að á hverja 10.000 íbúa Bretlands væru fjögur til fimm tilfelli af einhverfu.

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, greinir frá þessu, en niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í læknatímaritinu Lancet í vikunni. Sérfræðingarnir taka fram að þeir vita ekki hvort um betri greiningarferli er að ræða, eða hvort einhverfum börnum fer fjölgandi í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×