Innlent

Átján ára mál rannsakað

KB banki
KB banki

Innri endurskoðandi KB banka sætir nú lögreglurannsókn fyrir að hafa notað skjal frá útlánaeftirliti Búnaðarbankans til að gera kröfur við gjaldþrot Stokkfisks. Eigandi fyrirtækisins kærði málið í nóvember í fyrra eftir að Fjármálaeftirlitið hafði gert athugasemdir við efni skjalsins.

Í yfirlýsingu frá KB banka segir að málið megi rekja til ársins 1988. Fjármálaeftirlitið telji ekki tilefni til að aðhafast í því, kæran sé tilhæfulaus og að eigandi Stokkfisks hafi oft höfðað slíkt mál gegn bankanum en jafnan fallið frá málsókn að eigin frumkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×