Listaverk RÚV eru metin á 52 milljónir 19. júlí 2006 07:45 verðmætasta verk ríkisútvarpsins Málverkið Sumardagur í sveit eftir Gunnlaug Scheving er samkvæmt mati forvarðar verðmetið á 16 milljónir króna. MYND/Stefán Listaverk í eigu Ríkisútvarpsins eru metin á rúmlega 52 milljónir króna, samkvæmt mati sem Hilmar Einarsson, forvörður í Morkinskinnu, vann fyrir nefnd á vegum Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda. Nefndin vinnur að mati á eignum ríkisútvarpsins en þeirri vinnu er ekki lokið ennþá. Hilmar telur rétt að finna verkunum stað á Listasafni Íslands. „Ég tel að sum þessara verka, þá sérstaklega verkin eftir Gunnlaug Scheving, þurfi að setja upp á Listasafni Íslands. Það skiptir miklu máli að verkin séu á stað þar sem þau skemmast ekki og njóta sín vel. Söfnin uppfylla þessi skilyrði best og það væri því eðlilegast að koma þessum verkum fyrir á safni.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri segir ónauðsynlegt að koma listaverkunum fyrir á safni. Hann telur menningarlegt hlutverk RÚV minnka ef verkin fái ekki að vera áfram á veggjum í húsnæði RÚV. „Listaverkin eru hluti af ásjónu Ríkisútvarpsins og menningarlegt gildi þeirra fyrir stofnunina er dýrmætt og mikilvægt. Ég sé ekki ástæðu til þess að koma verkunum fyrir á safni þar sem þau eru hluti af þeirri ásýnd sem ríkisútvarp þarf að hafa.“ Verkin hanga uppi á vegg í húsnæði Ríkisútvarpsins. Verk Gunnlaugs Scheving, Sumardagur í sveit, er samkvæmt matinu dýrasta verkið en það er metið á sextán milljónir króna. Aðrar tvær myndir eftir Gunnlaug, sem tilheyra myndaröð er nefnist Sjávarútvegur, eru metnar á tólf milljónir króna hvor. Önnur verk í eigu RÚV eru nokkuð verðminni, samkvæmt mati Hilmars. Verkið Útvarp eftir Kjarval er metið á 1,8 milljónir króna, en verk eftir Þorvald Skúlason og Guðrúnu Kristjánsdóttur, tvö talsins, á rúmlega eina milljón. Innlent Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira
Listaverk í eigu Ríkisútvarpsins eru metin á rúmlega 52 milljónir króna, samkvæmt mati sem Hilmar Einarsson, forvörður í Morkinskinnu, vann fyrir nefnd á vegum Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda. Nefndin vinnur að mati á eignum ríkisútvarpsins en þeirri vinnu er ekki lokið ennþá. Hilmar telur rétt að finna verkunum stað á Listasafni Íslands. „Ég tel að sum þessara verka, þá sérstaklega verkin eftir Gunnlaug Scheving, þurfi að setja upp á Listasafni Íslands. Það skiptir miklu máli að verkin séu á stað þar sem þau skemmast ekki og njóta sín vel. Söfnin uppfylla þessi skilyrði best og það væri því eðlilegast að koma þessum verkum fyrir á safni.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri segir ónauðsynlegt að koma listaverkunum fyrir á safni. Hann telur menningarlegt hlutverk RÚV minnka ef verkin fái ekki að vera áfram á veggjum í húsnæði RÚV. „Listaverkin eru hluti af ásjónu Ríkisútvarpsins og menningarlegt gildi þeirra fyrir stofnunina er dýrmætt og mikilvægt. Ég sé ekki ástæðu til þess að koma verkunum fyrir á safni þar sem þau eru hluti af þeirri ásýnd sem ríkisútvarp þarf að hafa.“ Verkin hanga uppi á vegg í húsnæði Ríkisútvarpsins. Verk Gunnlaugs Scheving, Sumardagur í sveit, er samkvæmt matinu dýrasta verkið en það er metið á sextán milljónir króna. Aðrar tvær myndir eftir Gunnlaug, sem tilheyra myndaröð er nefnist Sjávarútvegur, eru metnar á tólf milljónir króna hvor. Önnur verk í eigu RÚV eru nokkuð verðminni, samkvæmt mati Hilmars. Verkið Útvarp eftir Kjarval er metið á 1,8 milljónir króna, en verk eftir Þorvald Skúlason og Guðrúnu Kristjánsdóttur, tvö talsins, á rúmlega eina milljón.
Innlent Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira