Ferðin frá Líbanon gekk vonum framar 19. júlí 2006 07:00 Flugvirkarjar AIR ATLANTA Icelandic Flugvirkjarnir Markús Sigurjónsson, Guðmundur Karl Guðmundsson og Már Þórarinsson, við rútuna sem flutti Íslendingana frá Beirút til Damaskus í Sýrlandi. Rútan er rækilega merkt finnskum stjórnvöldum, sem stóðu fyrir farþegaflutningunum til Damaskus. Mynd/már Flugvél Air Atlanta Icelandic, sem utanríkisráðuneytið leigði til þess að flytja Íslendinga og fjölda annarra Norðurlandabúa frá Damaskus í Sýrlandi til Kaupmannahafnar, lenti í Kaupmannahöfn um hádegisbilið í gær. Samkvæmt upprunalegum áætlunum utanríkisráðuneytisins átti vélin að lenda milli átta og níu. Íslendingarnir dvöldu í sendiráðsbústað finnska sendiherrans í Damaskus í Sýrlandi. Már Þórarinsson, einn Íslendingana sem fóru með rútu á vegum finnskra yfirvalda frá Beirút til Damaskus í fyrradag, segir það mikinn létti að vera kominn frá átakasvæðunum í Mið-Austurlöndum en árásir Ísraelshers á Líbanon hafa harðnað undanfarna daga. „Við fundum öll fyrir því að spennan væri að aukast á þessu svæði þar sem við vorum og það var orðið ónotalegt að finna fyrir sprengjuárásunum færast nær manni dag frá degi.“ Rútuferð Íslendinganna frá Beirút til Damaskus gekk vel en hún var skipulögð af finnskum yfirvöldum. Már segir finnska sendiherrann hafa sýnt farþegunum sem komu með rútunum til Damaskus mikla gestrisni. „Það var gott að komast í finnska sendiráðið. Þar var þjónusta finnskra yfirvalda til fyrirmyndar. Við fundum fyrir miklum létti þegar til Damaskus var komið. Það hefði verið afar óþægilegt að dvelja mikið lengur í Líbanon, vegna þess hversu harðar árásirnar voru orðnar.“ Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, segist ánægður með hvernig til hafi tekist með fólksflutningana. „Ég held það sé ekki hægt að ætlast til að flutningar gangi mikið betur. Nánast hnökralaust gekk að koma fólkinu til Kaupmannahafnar, og síðan áfram til Íslands.“ Íslensk stjórnvöld bera ein kostnaðinn af ferð flugvélarinnar frá London til Damaskus, og þaðan til Kaupmannahafnar, en mikill meirihluti farþega í fluginu kom frá Norðurlöndum. Icelandair bauð íslensku farþegunum sem komu til Kaupmannahafnar að fljúga með kvöldvél félagins til Íslands í gær. Hluti þeirra þáði það en tveir af flugvirkjunum Air Atlanta komu til landsins með flugi seinna um kvöldið. Einn flugvirkjana þriggja býr í Frakklandi og flaug því ekki með félögum sínum til Íslands. Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Sjá meira
Flugvél Air Atlanta Icelandic, sem utanríkisráðuneytið leigði til þess að flytja Íslendinga og fjölda annarra Norðurlandabúa frá Damaskus í Sýrlandi til Kaupmannahafnar, lenti í Kaupmannahöfn um hádegisbilið í gær. Samkvæmt upprunalegum áætlunum utanríkisráðuneytisins átti vélin að lenda milli átta og níu. Íslendingarnir dvöldu í sendiráðsbústað finnska sendiherrans í Damaskus í Sýrlandi. Már Þórarinsson, einn Íslendingana sem fóru með rútu á vegum finnskra yfirvalda frá Beirút til Damaskus í fyrradag, segir það mikinn létti að vera kominn frá átakasvæðunum í Mið-Austurlöndum en árásir Ísraelshers á Líbanon hafa harðnað undanfarna daga. „Við fundum öll fyrir því að spennan væri að aukast á þessu svæði þar sem við vorum og það var orðið ónotalegt að finna fyrir sprengjuárásunum færast nær manni dag frá degi.“ Rútuferð Íslendinganna frá Beirút til Damaskus gekk vel en hún var skipulögð af finnskum yfirvöldum. Már segir finnska sendiherrann hafa sýnt farþegunum sem komu með rútunum til Damaskus mikla gestrisni. „Það var gott að komast í finnska sendiráðið. Þar var þjónusta finnskra yfirvalda til fyrirmyndar. Við fundum fyrir miklum létti þegar til Damaskus var komið. Það hefði verið afar óþægilegt að dvelja mikið lengur í Líbanon, vegna þess hversu harðar árásirnar voru orðnar.“ Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, segist ánægður með hvernig til hafi tekist með fólksflutningana. „Ég held það sé ekki hægt að ætlast til að flutningar gangi mikið betur. Nánast hnökralaust gekk að koma fólkinu til Kaupmannahafnar, og síðan áfram til Íslands.“ Íslensk stjórnvöld bera ein kostnaðinn af ferð flugvélarinnar frá London til Damaskus, og þaðan til Kaupmannahafnar, en mikill meirihluti farþega í fluginu kom frá Norðurlöndum. Icelandair bauð íslensku farþegunum sem komu til Kaupmannahafnar að fljúga með kvöldvél félagins til Íslands í gær. Hluti þeirra þáði það en tveir af flugvirkjunum Air Atlanta komu til landsins með flugi seinna um kvöldið. Einn flugvirkjana þriggja býr í Frakklandi og flaug því ekki með félögum sínum til Íslands.
Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Sjá meira