Óvíst að lægri gjöld skili sér til neytenda 19. júlí 2006 07:30 Geir H. Haarde Forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Hann er ekki hrifinn af hugmyndum sem fela í sér lækkun gjalda á sælgæti og gosdrykki. MYND/Heiða Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til einstakra þátta skýrslu formanns matvælaverðsnefndar en hún var til umræðu á fundi stjórnarinnar í gærmorgun. Þær hugmyndir sem koma fram í skýrslunni - og þá aðgerðir til að lækka matarverð - verða áfram til umfjöllunar stjórnarinnar, undir forystu forsætisráðherra og verðar mögulegar leiðir skoðaðar, meðal annars með hliðsjón af svigrúmi ríkissjóðs. Geir var fámáll um einstök atriði skýrslunnar en sagði þó að ríkisstjórnin væri ekki hrifin af hugmyndum sem fælu í sér lækkun gjalda á sælgæti og gosdrykki, enda mætti deila um hvort slíkar vörur væru matvæli. Benti hann aukinheldur á að þótt skattar á sælgæti yrðu lækkaðir væri ekki tryggt að útsöluverðið til neytenda lækkaði. „Skattarnir eru ekki endilega úrslitaþáttur varðandi verðlagningu. Auðvitað skipta þeir máli en það eru önnur atriði, eins og samkeppnisumhverfi á markaðnum, sem skipta máli.“ Máli sínu til stuðnings sagði Geir markaðsástand ráða miklu um verðlagningu, sælgæti seldist ágætlega í dag á háu verði og ekkert segði að það myndi ekki gera það áfram og ígildi skattsins renna eitthvað annað. Framleiðendur, heildsalar og smásalar gætu sumsé hirt skattalækkunina. Í skýrslu formanns matvælaverðsnefndar kemur fram að lækkun verndartolla búvara um helming myndi fylgja fjörutíu þúsund króna lækkun matarreiknings heimilanna á ári. Afnám þeirra þýddi svo áttatíu þúsund króna lægri reikning. Geir vill ekkert láta uppi um hvort verndartollarnir verði skoðaðir sérstaklega. Hins vegar sagði hann áreiðanlega margt í landbúnaðarkerfinu sem betur mætti fara. „Ég vil standa vörð um íslenskan landbúnað og það vill minn flokkur gera og hefur alltaf gert. Og stjórnarflokkarnir eru í sjálfu sér ágætlega samstíga um það.“ Bændur eru ekki til viðræðu um stórstígar breytingar á verndarkerfinu en Alþýðusambandið er mjög áfram um að það verði skorið upp. Geir sagði þessi sjónarmið afar ólík og mikilvægt að finna sáttagrundvöll. „Það þýðir ekki að ætla að vaða yfir tilteknar atvinnugreinar með einhverjum þjösnaskap.“ Á hinn bóginn benti hann á að unnið væri að breytingum á tollamálum á alheimsvísu sem ná myndu til Íslands. Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til einstakra þátta skýrslu formanns matvælaverðsnefndar en hún var til umræðu á fundi stjórnarinnar í gærmorgun. Þær hugmyndir sem koma fram í skýrslunni - og þá aðgerðir til að lækka matarverð - verða áfram til umfjöllunar stjórnarinnar, undir forystu forsætisráðherra og verðar mögulegar leiðir skoðaðar, meðal annars með hliðsjón af svigrúmi ríkissjóðs. Geir var fámáll um einstök atriði skýrslunnar en sagði þó að ríkisstjórnin væri ekki hrifin af hugmyndum sem fælu í sér lækkun gjalda á sælgæti og gosdrykki, enda mætti deila um hvort slíkar vörur væru matvæli. Benti hann aukinheldur á að þótt skattar á sælgæti yrðu lækkaðir væri ekki tryggt að útsöluverðið til neytenda lækkaði. „Skattarnir eru ekki endilega úrslitaþáttur varðandi verðlagningu. Auðvitað skipta þeir máli en það eru önnur atriði, eins og samkeppnisumhverfi á markaðnum, sem skipta máli.“ Máli sínu til stuðnings sagði Geir markaðsástand ráða miklu um verðlagningu, sælgæti seldist ágætlega í dag á háu verði og ekkert segði að það myndi ekki gera það áfram og ígildi skattsins renna eitthvað annað. Framleiðendur, heildsalar og smásalar gætu sumsé hirt skattalækkunina. Í skýrslu formanns matvælaverðsnefndar kemur fram að lækkun verndartolla búvara um helming myndi fylgja fjörutíu þúsund króna lækkun matarreiknings heimilanna á ári. Afnám þeirra þýddi svo áttatíu þúsund króna lægri reikning. Geir vill ekkert láta uppi um hvort verndartollarnir verði skoðaðir sérstaklega. Hins vegar sagði hann áreiðanlega margt í landbúnaðarkerfinu sem betur mætti fara. „Ég vil standa vörð um íslenskan landbúnað og það vill minn flokkur gera og hefur alltaf gert. Og stjórnarflokkarnir eru í sjálfu sér ágætlega samstíga um það.“ Bændur eru ekki til viðræðu um stórstígar breytingar á verndarkerfinu en Alþýðusambandið er mjög áfram um að það verði skorið upp. Geir sagði þessi sjónarmið afar ólík og mikilvægt að finna sáttagrundvöll. „Það þýðir ekki að ætla að vaða yfir tilteknar atvinnugreinar með einhverjum þjösnaskap.“ Á hinn bóginn benti hann á að unnið væri að breytingum á tollamálum á alheimsvísu sem ná myndu til Íslands.
Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira