Flöskuháls í skólakerfinu 19. júlí 2006 07:30 Hjálmar H. Ragnarsson Rektor Listaháskóla Íslands segir mikilvægt að fá betri listnema úr framhaldsskólunum. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, er hæstánægður með niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms sem menntamálaráðherra kynnti á dögunum. Hann segir framhaldsskólastigið vera flöskuháls í skólakerfinu þegar kemur að listnámi. Við fögnum því hvernig þessi nefnd hefur tekið á málum og er að opna möguleika fyrir fólk, einmitt með listmenntum á bakinu, að eiga auðveldari leið í háskóla, segir Hjálmar. Ég tel að stúdentspróf hafi verið alltof bóknámsmiðað hingað til og fyrst og fremst vonast ég til þess að þetta verði til þess að þáttur listnáms í framhaldsskólanum verði aukinn. Það er afar mikilvægt því að veikasti hlekkur listnáms á landinu er á framhaldsskólastiginu. Hjálmar segir mikilvægt að fá betri listnema úr framhaldsskólunum vegna þess að þeir séu í beinni samkeppni við erlenda nema. Íslenskar umsóknir verða að vera samkeppnishæfar. Það koma mjög góðar umsóknir að utan og það er eitthvað sem við verðum að vera meðvituð um hér. Þegar það er samkeppni um að komast inn í skóla þá velur skólinn auðvitað sterkustu umsækjendurna. Hagsmunaráð framhaldsskólanema, sem barist hefur ötullega gegn styttingu náms til stúdentsprófs, fagnar tillögunum. Hagsmunaráð fagnar því að í tillögunum virðist horfið frá skerðingu náms til stúdentsprófs. Hagsmunaráð styður hugmyndir nefndarinnar um aukið valfrelsi til náms á framhaldsskólastigi. Í fréttatilkynningu frá hagsmunaráðinu ítrekar það þó mikilvægi þess að vel verði að málum staðið, tillögurnar verði ræddar frekar og útfærsla framkvæmdarinnar verði betur skilgreind. Jafnframt er þess krafist að nemendur og kennarar verði hafðir með í ráðum og fái að koma að undirbúningi. Þá er skorað á menntamálaráðherra að hverfa frá áformum um styttingu náms til stúdentsprófs og beiti sér frekar fyrir auknu frelsi innan framhaldsskólanna. Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, er hæstánægður með niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms sem menntamálaráðherra kynnti á dögunum. Hann segir framhaldsskólastigið vera flöskuháls í skólakerfinu þegar kemur að listnámi. Við fögnum því hvernig þessi nefnd hefur tekið á málum og er að opna möguleika fyrir fólk, einmitt með listmenntum á bakinu, að eiga auðveldari leið í háskóla, segir Hjálmar. Ég tel að stúdentspróf hafi verið alltof bóknámsmiðað hingað til og fyrst og fremst vonast ég til þess að þetta verði til þess að þáttur listnáms í framhaldsskólanum verði aukinn. Það er afar mikilvægt því að veikasti hlekkur listnáms á landinu er á framhaldsskólastiginu. Hjálmar segir mikilvægt að fá betri listnema úr framhaldsskólunum vegna þess að þeir séu í beinni samkeppni við erlenda nema. Íslenskar umsóknir verða að vera samkeppnishæfar. Það koma mjög góðar umsóknir að utan og það er eitthvað sem við verðum að vera meðvituð um hér. Þegar það er samkeppni um að komast inn í skóla þá velur skólinn auðvitað sterkustu umsækjendurna. Hagsmunaráð framhaldsskólanema, sem barist hefur ötullega gegn styttingu náms til stúdentsprófs, fagnar tillögunum. Hagsmunaráð fagnar því að í tillögunum virðist horfið frá skerðingu náms til stúdentsprófs. Hagsmunaráð styður hugmyndir nefndarinnar um aukið valfrelsi til náms á framhaldsskólastigi. Í fréttatilkynningu frá hagsmunaráðinu ítrekar það þó mikilvægi þess að vel verði að málum staðið, tillögurnar verði ræddar frekar og útfærsla framkvæmdarinnar verði betur skilgreind. Jafnframt er þess krafist að nemendur og kennarar verði hafðir með í ráðum og fái að koma að undirbúningi. Þá er skorað á menntamálaráðherra að hverfa frá áformum um styttingu náms til stúdentsprófs og beiti sér frekar fyrir auknu frelsi innan framhaldsskólanna.
Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira