Innlent

Myndatökur ekki bannaðar

Ferðamönnum sem hafa átt leið um Kárahnjúkasvæðið að undanförnu hefur brugðið í brún við að sjá skilti á svæðinu þar sem þeim er bannað að taka myndir.

„Ég var mjög hissa þegar ég frétti af slíku skilti fyrir örfáum dögum síðan,“ segir Sigurður Arnalds, kynningarstjóri Kárahnjúkavirkjunar. Skiltið er á ábyrgð verktakafyrirtækis, sem hann segir að hafi sett það upp fyrir misskilning. „Væntanlega áttu þeir þetta skilti og ég geri ráð fyrir að eitthvað meira sé skrifað á það. Við höfum farið fram á að málað verði yfir þann hluta sem bannar myndatökur eða að skiltið verði einfaldlega tekið niður.“

Sigurður ítrekar að aldrei hafi verið meiningin af hálfu Landsvirkjunar að banna myndatökur á virkjanasvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×