Innlent

Skall í fjallshlíð eftir vindhviðu

Ríflega þrítugur svifhlífarstökksmaður fótbrotnaði þegar hann brotlenti í norðurhlíð fjallsins Þorbjarnar við Grindavík um hádegisbil í gær.

Maðurinn var á ferð með föður sínum en eftir að hafa stokkið fram af fjallinu skellti sterk vindhviða honum aftur í bjargið með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði en slapp að öðru leyti ómeiddur. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur, þar sem hann gekkst undir skoðun.

Lögreglan í Keflavík kannast ekki við að fallhlífar-, svifhlífar- eða svifdrekastökk séu stunduð af Þorbirni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×