Svart reykjarský yfir firðinum 20. júlí 2006 06:00 rússneski togarinn tsefey Reykjarmökkurinn frá skipinu var sýnilegur úr nokkurra kílómetra fjarlægð. Rússneski togarinn Tsefey kom inn til Hafnarfjarðarhafnar á mánudag vegna vélarbilunar. Síðan hefur togarinn spúð svörtum reyk án afláts yfir hafnarsvæðið svo að svartan reykjarmökk hefur lagt yfir stórt svæði í og við höfnina. Mökkurinn var sýnilegur úr margra kílómetra fjarlægð í gær. Reykurinn kom úr ljósavél skipsins, sem sér því fyrir rafmagni. Hafnarfjarðarhöfn getur ekki séð togaranum fyrir rafmagni því rafkerfi skipsins er frumstætt, eins og tilfellið er í mörgum skipum af þessum slóðum. Rússarnir þurfa því yfirleitt að sjá sér sjálfir fyrir rafmagni, þó það heyri til undantekninga að jafn mikil mengun hljótist af. Íbúar í nágrenni hafnarinnar kvörtuðu til hafnaryfirvalda yfir megnri fýlu og sjónmengun af völdum reyksins. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt og við vonum að gert verði við togarann með hraði svo við losnum við hann héðan sem fyrst,“ segir Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri. „Við vonuðumst til að losna við hann í dag, en umboðsmaður skipsins segir að búið verði að gera við hann á morgun og þá fari hann, sem við vonum að standist.“ Magnús Þórarinsson, umboðsmaður togarans, staðfesti við blaðamann að skipið myndi fara í dag ef allt gengur að óskum. Skipinu verður fyrst siglt út á ytri höfn í prufusiglingar og ef engin vandræði koma upp heldur það á miðin í framhaldi, íbúum Hafnarfjarðar án efa til mikillar ánægju. Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
Rússneski togarinn Tsefey kom inn til Hafnarfjarðarhafnar á mánudag vegna vélarbilunar. Síðan hefur togarinn spúð svörtum reyk án afláts yfir hafnarsvæðið svo að svartan reykjarmökk hefur lagt yfir stórt svæði í og við höfnina. Mökkurinn var sýnilegur úr margra kílómetra fjarlægð í gær. Reykurinn kom úr ljósavél skipsins, sem sér því fyrir rafmagni. Hafnarfjarðarhöfn getur ekki séð togaranum fyrir rafmagni því rafkerfi skipsins er frumstætt, eins og tilfellið er í mörgum skipum af þessum slóðum. Rússarnir þurfa því yfirleitt að sjá sér sjálfir fyrir rafmagni, þó það heyri til undantekninga að jafn mikil mengun hljótist af. Íbúar í nágrenni hafnarinnar kvörtuðu til hafnaryfirvalda yfir megnri fýlu og sjónmengun af völdum reyksins. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt og við vonum að gert verði við togarann með hraði svo við losnum við hann héðan sem fyrst,“ segir Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri. „Við vonuðumst til að losna við hann í dag, en umboðsmaður skipsins segir að búið verði að gera við hann á morgun og þá fari hann, sem við vonum að standist.“ Magnús Þórarinsson, umboðsmaður togarans, staðfesti við blaðamann að skipið myndi fara í dag ef allt gengur að óskum. Skipinu verður fyrst siglt út á ytri höfn í prufusiglingar og ef engin vandræði koma upp heldur það á miðin í framhaldi, íbúum Hafnarfjarðar án efa til mikillar ánægju.
Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira