20 milljónum stolið úr heimabönkum 20. júlí 2006 03:30 Mynd/Hari Nær tuttugu milljónum króna hefur verið stolið af bankareikningum fólks hér á landi að undanförnu. Í öllum tilvikum hafa þjófarnir farið án heimildar inn í heimabanka viðkomandi og millifært af reikningum. Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú fjögur umfangsmikil mál þar sem slík rán hafa verið framin. Í sumum málanna er um fleiri en eina millifærslu að ræða. Enn fremur hafa sumar millifærslurnar verið framkvæmdar í tölvum í útlöndum, þar sem IP-tölurnar, sem eru nokkurs konar kennitala tölvunnar, eru erlendar. Í öðrum tilvikum hefur verið um íslenskar IP-tölur að ræða. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós tengsl milli mála, þar sem grunur leikur á að sömu þjófarnir hafi verið að verki í sjö tilvikum. Í þeim voru umtalsverðar fjárhæðir millifærðar af reikningum fólks og peningarnir settir inn á reikninga manna sem allir áttu það sameiginlegt að hafa komið við sögu lögreglu með einum eða öðrum hætti. Rannsókn lögreglunnar hefur einnig leitt í ljós að fjárhæðir voru millifærðar frá tölvum með erlendar IP-tölur inn á reikninga tveggja einstaklinga hér á landi, sem síðar tóku þær út og sentu til útlanda með peningaflutningafyrirtækinu Western Union. Í þeim tilvikum leikur grunur á að um peningaþvætti hafi verið að ræða. Rannsókn lögreglu á þessum málum er á lokastigi. Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Nær tuttugu milljónum króna hefur verið stolið af bankareikningum fólks hér á landi að undanförnu. Í öllum tilvikum hafa þjófarnir farið án heimildar inn í heimabanka viðkomandi og millifært af reikningum. Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú fjögur umfangsmikil mál þar sem slík rán hafa verið framin. Í sumum málanna er um fleiri en eina millifærslu að ræða. Enn fremur hafa sumar millifærslurnar verið framkvæmdar í tölvum í útlöndum, þar sem IP-tölurnar, sem eru nokkurs konar kennitala tölvunnar, eru erlendar. Í öðrum tilvikum hefur verið um íslenskar IP-tölur að ræða. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós tengsl milli mála, þar sem grunur leikur á að sömu þjófarnir hafi verið að verki í sjö tilvikum. Í þeim voru umtalsverðar fjárhæðir millifærðar af reikningum fólks og peningarnir settir inn á reikninga manna sem allir áttu það sameiginlegt að hafa komið við sögu lögreglu með einum eða öðrum hætti. Rannsókn lögreglunnar hefur einnig leitt í ljós að fjárhæðir voru millifærðar frá tölvum með erlendar IP-tölur inn á reikninga tveggja einstaklinga hér á landi, sem síðar tóku þær út og sentu til útlanda með peningaflutningafyrirtækinu Western Union. Í þeim tilvikum leikur grunur á að um peningaþvætti hafi verið að ræða. Rannsókn lögreglu á þessum málum er á lokastigi.
Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira