Skerðingar lækka og þjónustan bætt 20. júlí 2006 04:15 Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga, lækkun skerðinga bóta og sveigjanleg starfslok eru meðal atriða í nýju samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara sem miðar að því að bæta afkomu og aðbúnað ellilífeyrisþega. Samkomulagið er byggt á starfi nefndar, undir forsæti Ásmundar Stefánssonar ríkissáttasemjara, sem skipuð var í janúar. Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti ánægju með samkomulagið á fundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í gær. Rakti hann innihald þess og sagði miklum fjármunum varið á næstu árum til að uppfylla það. Talsverðar umbætur eru gerðar á almannatryggingakerfi ellilífeyrisþega sem einnig ná til örorkuþega. Lífeyrisgreiðslur hækka um 15 þúsund krónur frá og með síðustu mánaðamótum, í takt við samkomulag á almennum vinnumarkaði. Þá er dregið úr skerðingum bóta vegna tekna maka og annarra tekna bótaþega, vasapeningar fólks á stofnunum hækka um 25 prósent og með frestun lífeyristöku hækka allar bótafjárhæðir um 0,5 prósent fyrir hvern mánuð fram til 72 ára aldurs. Auka á heimahjúkrun verulega frá því sem nú er, tryggja fullnægjandi framboð þjónustuíbúða í samvinnu við sveitarfélögin og auka framlögin til bygginga hjúkrunarheimila. Er í því samhengi sérstaklega kveðið á um að 1.300 milljónir renni til styttingar biðlista. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, er ánægður með samkomulagið og þakkar stjórnvöldum fyrir að koma til móts við eldri borgara. Sagði hann að ekki hefðu allar kröfur náð fram að ganga en margur vandinn væri leystur. „Þetta eru fyrstu sporin á langri göngu,“ sagði Ólafur og lýsti sig sérstaklega ánægðan með að laun þeirra sem lægst hafa ellilaunin skyldu hækka um 30-40 prósent. Einnig nefndi hann upptöku frítekjumarks sem kveður á um að ellilífeyrisþegar geti haft 30 þúsund króna tekjur á mánuði án þess að ellilífeyririnn skerðist. Kemur það ákvæði til fullrar framkvæmdar árið 2009. Spurður hvort ekki hefði verið hægt að afnema með öllu skerðingar bóta vegna tekna svaraði Geir H. Haarde því til að með þessum aðgerðum væri stigið mjög myndarlegt og þýðingarmikið skref. Ólafur Ólafsson sagði að það yrði áfram baráttumál eldri borgara. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra undirritaði samkomulagið fyrir hönd Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Sagði hann að dagurinn væri einn sá ánægjulegasti í ráðherratíð sinni enda ríkti nú sátt milli stjórnvalda og eldri borgara. Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fleiri fréttir Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Sjá meira
Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga, lækkun skerðinga bóta og sveigjanleg starfslok eru meðal atriða í nýju samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara sem miðar að því að bæta afkomu og aðbúnað ellilífeyrisþega. Samkomulagið er byggt á starfi nefndar, undir forsæti Ásmundar Stefánssonar ríkissáttasemjara, sem skipuð var í janúar. Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti ánægju með samkomulagið á fundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í gær. Rakti hann innihald þess og sagði miklum fjármunum varið á næstu árum til að uppfylla það. Talsverðar umbætur eru gerðar á almannatryggingakerfi ellilífeyrisþega sem einnig ná til örorkuþega. Lífeyrisgreiðslur hækka um 15 þúsund krónur frá og með síðustu mánaðamótum, í takt við samkomulag á almennum vinnumarkaði. Þá er dregið úr skerðingum bóta vegna tekna maka og annarra tekna bótaþega, vasapeningar fólks á stofnunum hækka um 25 prósent og með frestun lífeyristöku hækka allar bótafjárhæðir um 0,5 prósent fyrir hvern mánuð fram til 72 ára aldurs. Auka á heimahjúkrun verulega frá því sem nú er, tryggja fullnægjandi framboð þjónustuíbúða í samvinnu við sveitarfélögin og auka framlögin til bygginga hjúkrunarheimila. Er í því samhengi sérstaklega kveðið á um að 1.300 milljónir renni til styttingar biðlista. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, er ánægður með samkomulagið og þakkar stjórnvöldum fyrir að koma til móts við eldri borgara. Sagði hann að ekki hefðu allar kröfur náð fram að ganga en margur vandinn væri leystur. „Þetta eru fyrstu sporin á langri göngu,“ sagði Ólafur og lýsti sig sérstaklega ánægðan með að laun þeirra sem lægst hafa ellilaunin skyldu hækka um 30-40 prósent. Einnig nefndi hann upptöku frítekjumarks sem kveður á um að ellilífeyrisþegar geti haft 30 þúsund króna tekjur á mánuði án þess að ellilífeyririnn skerðist. Kemur það ákvæði til fullrar framkvæmdar árið 2009. Spurður hvort ekki hefði verið hægt að afnema með öllu skerðingar bóta vegna tekna svaraði Geir H. Haarde því til að með þessum aðgerðum væri stigið mjög myndarlegt og þýðingarmikið skref. Ólafur Ólafsson sagði að það yrði áfram baráttumál eldri borgara. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra undirritaði samkomulagið fyrir hönd Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Sagði hann að dagurinn væri einn sá ánægjulegasti í ráðherratíð sinni enda ríkti nú sátt milli stjórnvalda og eldri borgara.
Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fleiri fréttir Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Sjá meira