Lægra matvöruverð 22. júlí 2006 06:00 Íslenskir neytendur hafa um langt skeið búið við að matvara hefur verið ofurskattlögð og stjórnvöld fylgt einhverri mestu haftastefnu á Vesturlöndum á innflutning á búvöru. Það væri því fagnaðarefni ef stjórnvöld nýttu nýjar tillögur matvörunefndar til að lækka tolla og gjöld svo innkaupakarfa heimilanna mætti lækka. Það væru einhver stærstu skref sem stigin hafa verið til að bæta hag heimilanna allt frá því að Bónus var stofnað árið 1989. Í grein sem ég skrifaði í Fréttablaðið fyrr á árinu taldi ég að skipun nefndarinnar yrði gæfuspor í þá átt að lækka matvöruverð meira en nokkru sinni fyrr. Svo virðist vera að koma á daginn. Tillögur nefndarinnar gera í fyrsta lagi ráð fyrir einföldun í skattlagningu, í öðru lagi minni skattlagningu og þriðja lagi auknu frelsi í innflutningi á matvöru. Með því að framkvæma tillögur nefndarinnar geta stjórnvöld slegið tvær flugur í einu höggi; dregið úr undirliggjandi verðbólgu og bætt hag heimilanna verulega. Niðurstaða nefndarinnar er í samræmi við niðurstöðu sem kom fram í lok síðasta árs í skýrslu samkeppniseftirlits á Norðurlöndunum um verð á matvöru. Ein helsta niðurstaða þeirrar skýrslu var sú að tollar og gjöld væru meginástæðan fyrir háu matvöruverði hér á landi. Á það hafa reyndar fleiri bent hin síðustu ár, enda hér á landi einhver mestu og hæstu opinberu gjöld á matvöru og aðra nauðsynjavöru í Evrópu. Auk þess hamla innflutningshöft eðlilegu vörustreymi til landsins. Stjórnvöld hafa haft öll spilin á hendi en hafa valið að viðhalda ofurskattlagningu og haftastefnu. Fyrir boðbera viðskiptafrelsis og hóflegrar skattlagningar kann því að vera sárt að horfast í augu við þessa staðreynd.Þáttur stjórnvaldaMatvöruverslun á Íslandi hefur náð stórkostlegum árangri á undanförnum árum. Frá upphafi ársins 2000 til júníbyrjunar í ár hefur vísitala neysluverðs, sem Hagstofan mælir í hverjum mánuði, hækkað um 34%. Á sama tíma hefur vísitala matar- og drykkjarvöru aðeins hækkað um 16%, innan við helming af því sem vísitala neysluverðs hefur hækkað. Á þessu tímabili hefur áfengi og tóbak hækkað um 35%. Því er ljóst að smásöluverslun ríkisins hefur heldur aukið verðbólgu á þessu tímabili á meðan matvaran hefur dregið verulega úr verðbólgu á Íslandi.Það er forvitnilegt að bera þessar tölur saman, ekki síst þegar gagnrýni á smásöluverslun með matvöru hefur að mestu leyti komið frá stjórnvöldum, sem einnig stunda umfangsmikinn smásölurekstur. Auk þess er rétt að benda á að hlutur matvöru í ráðstöfunartekjum fer stöðugt lækkandi og er nú um 14% af ráðstöfunartekjum, en var yfir 24% við stofnun Bónuss.Það er ekki úr vegi að rifja upp aðkomu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, að umræðunni um matvöruverð á árunum 2001-2002. Hann réðst af miklu offorsi og heift að fyrirtækinu Baugi, nú Högum og gekk m.a. svo langt að hann taldi rétt að brjóta upp fyrirtækið. Í ljósi þess sem að framan greinir er ljóst að það varð að kenna einhverjum um. Ekki gat hann kennt sjálfum sér um sem æðsta manni ríkisstjórnarinnar í tolla- og skattamálum. Enda augljóslega þungbært að hafa ekkert framkvæmt af stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki í sinni löngu valdatíð. Ekkert.Árangur verslunarinnarHöfundar forystugreina Blaðsins og Fréttablaðsins hafa nú bent á hversu illa forsætisráðherra komst að orði þegar hann sagði að verslunin gæti ekki staðið undir tillögum matvörunefndarninar og myndi væntanlega taka alla lækkunina í eigin vasa. Ráðherrann treystir versluninni til að innheimta skatta og gjöld en ekki til að lækka matvöruverð. Hvernig getur það staðist? Munu tillögur matvörunefndar stöðvast vegna þeirrar hugmyndafræði? Ekki verður lengur hægt að skella skuldinni á verslun og þjónustu í landinu. Hún stendur fyllilega undir þeim kröfum sem til hennar eru gerðar.Í næstu viku koma fulltrúar Iceland-verslunarkeðjunnar til Íslands til að kynna sér þann ótrúlega árangur sem náðst hefur við að lækka rekstrarkostnað í matvöruverslun á Íslandi. Það sannar að íslensk verslun er rekin á mjög hagstæðan hátt og samkeppni er mikil. Menn reka upp stór augu þegar þeim er sagt að Bónus kanni verð á 3.000 vörutegundum hjá samkeppnisaðilum daglega til að vera viss um að bjóða betra verð. Það þekkist ekki í Evrópu en er gott dæmi um samkeppnina sem ríkir hér á landi.Ljóst er að matvöruverð mun lækka umtalsvert ef tillögur nefndarinnar ná fram að ganga. Það er eitthvert stærsta skref sem stigið hefur verið til að bæta lífskjör almennings hér á landi hin síðustu ár. Stofnun Hagkaups og Bónuss voru mestu kjarabætur Íslendinga fram að þessu og nú er komið að stjórnvöldum að létta undir rekstri heimilanna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Íslenskir neytendur hafa um langt skeið búið við að matvara hefur verið ofurskattlögð og stjórnvöld fylgt einhverri mestu haftastefnu á Vesturlöndum á innflutning á búvöru. Það væri því fagnaðarefni ef stjórnvöld nýttu nýjar tillögur matvörunefndar til að lækka tolla og gjöld svo innkaupakarfa heimilanna mætti lækka. Það væru einhver stærstu skref sem stigin hafa verið til að bæta hag heimilanna allt frá því að Bónus var stofnað árið 1989. Í grein sem ég skrifaði í Fréttablaðið fyrr á árinu taldi ég að skipun nefndarinnar yrði gæfuspor í þá átt að lækka matvöruverð meira en nokkru sinni fyrr. Svo virðist vera að koma á daginn. Tillögur nefndarinnar gera í fyrsta lagi ráð fyrir einföldun í skattlagningu, í öðru lagi minni skattlagningu og þriðja lagi auknu frelsi í innflutningi á matvöru. Með því að framkvæma tillögur nefndarinnar geta stjórnvöld slegið tvær flugur í einu höggi; dregið úr undirliggjandi verðbólgu og bætt hag heimilanna verulega. Niðurstaða nefndarinnar er í samræmi við niðurstöðu sem kom fram í lok síðasta árs í skýrslu samkeppniseftirlits á Norðurlöndunum um verð á matvöru. Ein helsta niðurstaða þeirrar skýrslu var sú að tollar og gjöld væru meginástæðan fyrir háu matvöruverði hér á landi. Á það hafa reyndar fleiri bent hin síðustu ár, enda hér á landi einhver mestu og hæstu opinberu gjöld á matvöru og aðra nauðsynjavöru í Evrópu. Auk þess hamla innflutningshöft eðlilegu vörustreymi til landsins. Stjórnvöld hafa haft öll spilin á hendi en hafa valið að viðhalda ofurskattlagningu og haftastefnu. Fyrir boðbera viðskiptafrelsis og hóflegrar skattlagningar kann því að vera sárt að horfast í augu við þessa staðreynd.Þáttur stjórnvaldaMatvöruverslun á Íslandi hefur náð stórkostlegum árangri á undanförnum árum. Frá upphafi ársins 2000 til júníbyrjunar í ár hefur vísitala neysluverðs, sem Hagstofan mælir í hverjum mánuði, hækkað um 34%. Á sama tíma hefur vísitala matar- og drykkjarvöru aðeins hækkað um 16%, innan við helming af því sem vísitala neysluverðs hefur hækkað. Á þessu tímabili hefur áfengi og tóbak hækkað um 35%. Því er ljóst að smásöluverslun ríkisins hefur heldur aukið verðbólgu á þessu tímabili á meðan matvaran hefur dregið verulega úr verðbólgu á Íslandi.Það er forvitnilegt að bera þessar tölur saman, ekki síst þegar gagnrýni á smásöluverslun með matvöru hefur að mestu leyti komið frá stjórnvöldum, sem einnig stunda umfangsmikinn smásölurekstur. Auk þess er rétt að benda á að hlutur matvöru í ráðstöfunartekjum fer stöðugt lækkandi og er nú um 14% af ráðstöfunartekjum, en var yfir 24% við stofnun Bónuss.Það er ekki úr vegi að rifja upp aðkomu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, að umræðunni um matvöruverð á árunum 2001-2002. Hann réðst af miklu offorsi og heift að fyrirtækinu Baugi, nú Högum og gekk m.a. svo langt að hann taldi rétt að brjóta upp fyrirtækið. Í ljósi þess sem að framan greinir er ljóst að það varð að kenna einhverjum um. Ekki gat hann kennt sjálfum sér um sem æðsta manni ríkisstjórnarinnar í tolla- og skattamálum. Enda augljóslega þungbært að hafa ekkert framkvæmt af stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki í sinni löngu valdatíð. Ekkert.Árangur verslunarinnarHöfundar forystugreina Blaðsins og Fréttablaðsins hafa nú bent á hversu illa forsætisráðherra komst að orði þegar hann sagði að verslunin gæti ekki staðið undir tillögum matvörunefndarninar og myndi væntanlega taka alla lækkunina í eigin vasa. Ráðherrann treystir versluninni til að innheimta skatta og gjöld en ekki til að lækka matvöruverð. Hvernig getur það staðist? Munu tillögur matvörunefndar stöðvast vegna þeirrar hugmyndafræði? Ekki verður lengur hægt að skella skuldinni á verslun og þjónustu í landinu. Hún stendur fyllilega undir þeim kröfum sem til hennar eru gerðar.Í næstu viku koma fulltrúar Iceland-verslunarkeðjunnar til Íslands til að kynna sér þann ótrúlega árangur sem náðst hefur við að lækka rekstrarkostnað í matvöruverslun á Íslandi. Það sannar að íslensk verslun er rekin á mjög hagstæðan hátt og samkeppni er mikil. Menn reka upp stór augu þegar þeim er sagt að Bónus kanni verð á 3.000 vörutegundum hjá samkeppnisaðilum daglega til að vera viss um að bjóða betra verð. Það þekkist ekki í Evrópu en er gott dæmi um samkeppnina sem ríkir hér á landi.Ljóst er að matvöruverð mun lækka umtalsvert ef tillögur nefndarinnar ná fram að ganga. Það er eitthvert stærsta skref sem stigið hefur verið til að bæta lífskjör almennings hér á landi hin síðustu ár. Stofnun Hagkaups og Bónuss voru mestu kjarabætur Íslendinga fram að þessu og nú er komið að stjórnvöldum að létta undir rekstri heimilanna í landinu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun