Grímur uppfyllti skilyrðin 22. júlí 2006 06:00 Grímur Atlason, þroskaþjálfi, bassaleikari og tónleikahaldari, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Tíu sóttu um starfið, þar á meðal nokkrir viðskiptafræðingar og einn fyrrverandi bæjarstjóri. Hvað nákvæmlega gerði það að verkum að Grímur var ráðinn hefur ekki komið fram en vísast hefur hann uppfyllt skilyrðin sem sett voru. Soffía Vagnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur, upplýsti á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í júní hvaða kostum nýr bæjarstjóri þyrfti að vera búinn. „Hann þarf að vera skemmtilegur, sætur, fyndinn og klár,“ sagði Soffía og nú er sumsé ljóst að Grímur Atlason hefur þetta allt til að bera. Helga á firðina Ráðning Helgu Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkur, í starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Helga var í hópi tuttugu umsækjenda og þarf ekki að koma á óvart að hún skyldi verða fyrir valinu, enda hokin af reynslu eftir langan og fjölbreyttan starfsferil. Samsæriskenningar eru uppi um að Helga sé að flýja nýjan meirihluta í Reykjavík en á það skal bent að í tíð Reykjavíkurlistans sótti hún um embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Sjálfstæðismenn í borginni bera henni líka vel söguna eftir rúmlega mánaðarlöng náin kynni. Hver tekur við? Alls óvíst er hvort ráðið verði í starf Helgu hjá borginni enda stendur stjórnsýsluúttekt á borgarkerfinu fyrir dyrum. Sjálfstæðismenn hafa alla tíð haft uppi efasemdir um ágæti stjórnkerfisbreytinganna sem Reykjavíkurlistinn réðist í og ætla nú að kanna hvort kerfið virkar eða hvort rétt sé að skipta um og taka jafnvel upp gamla kerfið með embættum borgarritara, borgarlögmanns og hvað það nú allt hét. Er helst von á að einhver verði settur tímabundið í starfið og gegni því þar til nýjar línur liggja fyrir. Innlent Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Grímur Atlason, þroskaþjálfi, bassaleikari og tónleikahaldari, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Tíu sóttu um starfið, þar á meðal nokkrir viðskiptafræðingar og einn fyrrverandi bæjarstjóri. Hvað nákvæmlega gerði það að verkum að Grímur var ráðinn hefur ekki komið fram en vísast hefur hann uppfyllt skilyrðin sem sett voru. Soffía Vagnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur, upplýsti á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í júní hvaða kostum nýr bæjarstjóri þyrfti að vera búinn. „Hann þarf að vera skemmtilegur, sætur, fyndinn og klár,“ sagði Soffía og nú er sumsé ljóst að Grímur Atlason hefur þetta allt til að bera. Helga á firðina Ráðning Helgu Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkur, í starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Helga var í hópi tuttugu umsækjenda og þarf ekki að koma á óvart að hún skyldi verða fyrir valinu, enda hokin af reynslu eftir langan og fjölbreyttan starfsferil. Samsæriskenningar eru uppi um að Helga sé að flýja nýjan meirihluta í Reykjavík en á það skal bent að í tíð Reykjavíkurlistans sótti hún um embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Sjálfstæðismenn í borginni bera henni líka vel söguna eftir rúmlega mánaðarlöng náin kynni. Hver tekur við? Alls óvíst er hvort ráðið verði í starf Helgu hjá borginni enda stendur stjórnsýsluúttekt á borgarkerfinu fyrir dyrum. Sjálfstæðismenn hafa alla tíð haft uppi efasemdir um ágæti stjórnkerfisbreytinganna sem Reykjavíkurlistinn réðist í og ætla nú að kanna hvort kerfið virkar eða hvort rétt sé að skipta um og taka jafnvel upp gamla kerfið með embættum borgarritara, borgarlögmanns og hvað það nú allt hét. Er helst von á að einhver verði settur tímabundið í starfið og gegni því þar til nýjar línur liggja fyrir.
Innlent Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira