Listsköpun í stað áhættu 22. júlí 2006 08:15 Í höfn Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Páll Biering, formaður stýrihópsins, undirrita samkomulagið. Að baki þeim standa fulltrúar Nýrrar leiðar, Guðrún B. Ágústsdóttir og Jón Guðbergsson. MYND/Pjetur Listnám, vellíðan án vímuefna, hugræn atferlismeðferð og sjálfsstyrking eru fjórar meginstoðir nýs meðferðarstarfs fyrir ungt fólk með áhættusama hegðun og geð- og hegðunarraskanir. Starfinu, sem kallast lífslist, var hleypt af stokkunum í gær með undirskrift samkomulags milli Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Páls Biering, formanns sérstaks stýrihóps. Markmið samkomulagsins er að setja upp nýtt úrræði í meðferðarstarfi sem ætlað er að þjóna ungu fólki sem þarf á stuðningi og meðferð að halda. Líkur á áhættusamri hegðun eru minnkaðar með listsköpun og þjálfun í samskiptum og lífsleikni. Byggt er á erlendri fyrirmynd sem reynst hefur vel og hafa rannsóknir sýnt að meðferðarúrræði sem ekki fela í sér stofnanavistun gagnast unglingum með hegðunarvandamál betur en vist og meðferð á stofnun. Ný leið ehf. annast framkvæmd verkefnisins en það er fyrirtæki fimm sérfræðinga á sviði forvarna og meðferðar. Sautján milljónum króna er varið til verkefnisins, tólf milljónir koma úr félagsmálaráðuneytinu, fjórar úr heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu og ein milljón úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Gert er ráð fyrir að allt að 35 ungmennum standi þessi úrræði til boða á hverri önn. Ný leið sér um verkefnið á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni verður starfað í samráði við ungmennahús og í náinni samvinnu við Rauða krossinn. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið í fimm ár og er afráðið að það standi í tilraunaskyni til ársins 2008. Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Listnám, vellíðan án vímuefna, hugræn atferlismeðferð og sjálfsstyrking eru fjórar meginstoðir nýs meðferðarstarfs fyrir ungt fólk með áhættusama hegðun og geð- og hegðunarraskanir. Starfinu, sem kallast lífslist, var hleypt af stokkunum í gær með undirskrift samkomulags milli Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Páls Biering, formanns sérstaks stýrihóps. Markmið samkomulagsins er að setja upp nýtt úrræði í meðferðarstarfi sem ætlað er að þjóna ungu fólki sem þarf á stuðningi og meðferð að halda. Líkur á áhættusamri hegðun eru minnkaðar með listsköpun og þjálfun í samskiptum og lífsleikni. Byggt er á erlendri fyrirmynd sem reynst hefur vel og hafa rannsóknir sýnt að meðferðarúrræði sem ekki fela í sér stofnanavistun gagnast unglingum með hegðunarvandamál betur en vist og meðferð á stofnun. Ný leið ehf. annast framkvæmd verkefnisins en það er fyrirtæki fimm sérfræðinga á sviði forvarna og meðferðar. Sautján milljónum króna er varið til verkefnisins, tólf milljónir koma úr félagsmálaráðuneytinu, fjórar úr heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu og ein milljón úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Gert er ráð fyrir að allt að 35 ungmennum standi þessi úrræði til boða á hverri önn. Ný leið sér um verkefnið á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni verður starfað í samráði við ungmennahús og í náinni samvinnu við Rauða krossinn. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið í fimm ár og er afráðið að það standi í tilraunaskyni til ársins 2008.
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira