Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi 22. júlí 2006 06:45 Í héraðsdómi Saulius Prusinskas og Arvydas Maciulskis sýndu lítil svipbrigði þegar dómurinn var kveðinn upp. MYND/Hörður Tveir Litháar voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamínvökva sem dugað hefði til framleiðslu á 13,3 kílóum amfetamíns til götusölu. Annar Litháanna, Saulius Prusinskas, var handtekinn í Leifsstöð 4. febrúar með tvær vínflöskur í fórum sínum. Í ljós kom að efnið í flöskunum var ekki áfengi heldur amfetamínvökvi. Saulius sagðist halda sig vera að flytja áfengi á milli landa og að hann væri að gera það fyrir óþekktan mann í Litháen. Þetta viðurkenndi hann þó ekki fyrr en eftir nokkrar yfirheyrslur. Saulias viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa farið aðra sams konar ferð til Íslands með vínflöskur, og hefði sú ferð gengið áfallalaust fyrir sig. Arvydas Maciulskis, sem hefur búið á Íslandi frá því árið 2000 og rekið fyrirtæki, var fyrst yfirheyrður 13. febrúar grunaður um að hafa átt að veita efninu viðtöku. Hann þvertók fyrir það og það var ekki fyrr en við fjórðu yfirheyrslu sem hann kannaðist við að eiga hlut að máli, en sagði þá að júgóslavneskur maður á Íslandi að nafni Radkó hefði fengið sig til verksins. Hann gat ekki gert frekari grein fyrir þeim manni. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður mannanna beggja þess efnis að þeir hafi verið fengnir til verksins af öðrum aðilum sé afar ótrúverðugur og voru þeir því báðir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi frá handtökudögum. Ákveðið hefur verið að báðum dómum skuli áfrýjað. Innlent Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Sjá meira
Tveir Litháar voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamínvökva sem dugað hefði til framleiðslu á 13,3 kílóum amfetamíns til götusölu. Annar Litháanna, Saulius Prusinskas, var handtekinn í Leifsstöð 4. febrúar með tvær vínflöskur í fórum sínum. Í ljós kom að efnið í flöskunum var ekki áfengi heldur amfetamínvökvi. Saulius sagðist halda sig vera að flytja áfengi á milli landa og að hann væri að gera það fyrir óþekktan mann í Litháen. Þetta viðurkenndi hann þó ekki fyrr en eftir nokkrar yfirheyrslur. Saulias viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa farið aðra sams konar ferð til Íslands með vínflöskur, og hefði sú ferð gengið áfallalaust fyrir sig. Arvydas Maciulskis, sem hefur búið á Íslandi frá því árið 2000 og rekið fyrirtæki, var fyrst yfirheyrður 13. febrúar grunaður um að hafa átt að veita efninu viðtöku. Hann þvertók fyrir það og það var ekki fyrr en við fjórðu yfirheyrslu sem hann kannaðist við að eiga hlut að máli, en sagði þá að júgóslavneskur maður á Íslandi að nafni Radkó hefði fengið sig til verksins. Hann gat ekki gert frekari grein fyrir þeim manni. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður mannanna beggja þess efnis að þeir hafi verið fengnir til verksins af öðrum aðilum sé afar ótrúverðugur og voru þeir því báðir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi frá handtökudögum. Ákveðið hefur verið að báðum dómum skuli áfrýjað.
Innlent Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Sjá meira