Rekkjunautar skaða andlega getu karlmanna 22. júlí 2006 05:00 Ungt par sefur vært Ef kenning Gerhards Klösch og félaga stenst eru ungir menn frekar haldnir streitu eftir svefn við hlið kvenmanns. Konur þola hins vegar truflun vegna rekkjunauts mun betur. MYND/NordicPhotos/Getty Images Austurrískir vísindamenn halda því nú fram að karlmenn séu betur settir sofi þeir einir í rúmi. Svefninn verður órólegri ef þeir þurfa að deila rúmi, og það veldur því að andleg geta mannsins verður verri en ella daginn eftir. Konur eru á hinn bóginn betur í stakk búnar til að deila rúmi með öðrum. Gerhard Klösch, prófessor við Vínarháskóla, og félagar hans gerðu athugun á átta ógiftum og barnlausum pörum á þrítugsaldri. Hvert par var beðið um að gista tíu nætur saman og tíu nætur hvort á sínum staðnum. Vísindamennirnir rannsökuðu svefnmunstur paranna með spurningum og mælingum á hreyfingu þeirra. Daginn eftir tóku pörin einföld próf og magn þeirra hormóna sem valda streitu var mælt. Þó karlmennirnir segðu að þeim liði betur við hlið kvenmanns, komu prófin mun verr út hjá þeim og leiddu í ljós að svefn þeirra væri órólegur og rofinn. Bæði kynin sváfu verr þegar þau deildu rúmi, en konurnar sváfu hins vegar dýpri svefni þegar þær loksins sofnuðu og voru því endurnærðar þrátt fyrir styttri svefntíma. Streita þeirra jókst ekki í sama magni og hjá körlunum og andleg geta var betri. Þrátt fyrir það töldu þær sig sofa best einar í rúmi. Að deila rúmi hafði einnig áhrif á getu paranna til að muna drauma. Konur mundu mest eftir draumum eftir að hafa sofið einar, en karlar voru minnugri eftir kynlíf. Prófessor Klösch segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Að sofa er eitt það eigingjarnasta sem manneskjur gera og það er nauðsynlegt fyrir líkamlega og andlega heilsu. Það er ekki skynsamlegt að deila rúmi með einhverjum sem hefur hátt og slæst við þig um sængina. Það er engin skömm að því að sofa hvort í sínu rúmi. En hins vegar getur það einnig truflað svefn að sakna makans sem maður hefur lengi deilt rúmi með, segir prófessorinn. Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
Austurrískir vísindamenn halda því nú fram að karlmenn séu betur settir sofi þeir einir í rúmi. Svefninn verður órólegri ef þeir þurfa að deila rúmi, og það veldur því að andleg geta mannsins verður verri en ella daginn eftir. Konur eru á hinn bóginn betur í stakk búnar til að deila rúmi með öðrum. Gerhard Klösch, prófessor við Vínarháskóla, og félagar hans gerðu athugun á átta ógiftum og barnlausum pörum á þrítugsaldri. Hvert par var beðið um að gista tíu nætur saman og tíu nætur hvort á sínum staðnum. Vísindamennirnir rannsökuðu svefnmunstur paranna með spurningum og mælingum á hreyfingu þeirra. Daginn eftir tóku pörin einföld próf og magn þeirra hormóna sem valda streitu var mælt. Þó karlmennirnir segðu að þeim liði betur við hlið kvenmanns, komu prófin mun verr út hjá þeim og leiddu í ljós að svefn þeirra væri órólegur og rofinn. Bæði kynin sváfu verr þegar þau deildu rúmi, en konurnar sváfu hins vegar dýpri svefni þegar þær loksins sofnuðu og voru því endurnærðar þrátt fyrir styttri svefntíma. Streita þeirra jókst ekki í sama magni og hjá körlunum og andleg geta var betri. Þrátt fyrir það töldu þær sig sofa best einar í rúmi. Að deila rúmi hafði einnig áhrif á getu paranna til að muna drauma. Konur mundu mest eftir draumum eftir að hafa sofið einar, en karlar voru minnugri eftir kynlíf. Prófessor Klösch segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Að sofa er eitt það eigingjarnasta sem manneskjur gera og það er nauðsynlegt fyrir líkamlega og andlega heilsu. Það er ekki skynsamlegt að deila rúmi með einhverjum sem hefur hátt og slæst við þig um sængina. Það er engin skömm að því að sofa hvort í sínu rúmi. En hins vegar getur það einnig truflað svefn að sakna makans sem maður hefur lengi deilt rúmi með, segir prófessorinn.
Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira