Enginn fékk að sjá kjarasamninginn 23. júlí 2006 07:45 frá framkvæmdastjórnarfundi Fyrrverandi framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins segir ráðningarsamning framkvæmdastjóra ekki geta verið trúnaðarmál milli formanns og framkvæmdastjóra. Samkvæmt lögum sé framkvæmdastjóri ráðinn af framkvæmdastjórn, ekki formanni. Ráðningarsamningur sá er Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gerði við nýjan framkvæmdastjóra bandalagsins var ekki opinberaður stjórnarmeðlimum bandalagsins né öðrum, þrátt fyrir að lög bandalagsins kveði á um það. Áhrifamenn innan bandalagsins ætla nú að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins og vilja meina að með samningnum við framkvæmdastjórann sé Sigursteinn að ákveða eigin laun, en framkvæmdastjóri fær sömu laun og formaður. Samkvæmt lögunum gerir framkvæmdastjórn bandalagsins ráðningarsamning við framkvæmdastjóra, sem staðfestir skal af aðalstjórn bandalagsins. Arnþór Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandalagsins, segir þetta ekki hafa verið gert. „Þessi samningur var sagður vera trúnaðarmál milli Sigursteins og framkvæmdastjórans, sem getur hreinlega ekki verið. Samkvæmt lögunum er það framkvæmdastjórnin sem ræður framkvæmdastjóra en ekki formaðurinn,“ segir Arnþór. „Aðalstjórnin er æðsta vald Öryrkjabandalagsins á milli aðalfunda og framkvæmdastjórnin vinnur í umboði aðalstjórnar. Þetta hlýtur núverandi formaður bandalagsins að vita.“ Guðmundur Johnsen, einn þeirra sem ætla að kæra Sigurstein, segir ráðningu framkvæmdastjóra hafa verið knúna fram í gegnum stjórnina án þess að nokkur umræða um málið hafi verið leyfð og án þess að samningurinn hafi verið lagður fram. „Þetta stangast á við allt sem heitir lýðræði og eðlileg stjórnsýsla. Það kaus minna en helmingur manna með samningnum, meirihlutinn sat hjá. Við teljum að enn hafi ekki farið fram nein umræða sem réttlætir að samningurinn sé staðfestur. Menn staðfesta ekki samninga sem menn hafa ekki séð, það er grundvallaratriði í samningum.“ Guðmundur segir rangt að kæran sé til komin vegna persónulegrar óvildar í garð Sigursteins. „Á sínum tíma kaus ég Sigurstein vegna þess að ég taldi hann ágætlega vel greindan. Ég sé ekki hvernig það lýsir persónulegri óvild.“ Ekki náðist í Sigurstein Másson vegna málsins í gær. Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Ráðningarsamningur sá er Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gerði við nýjan framkvæmdastjóra bandalagsins var ekki opinberaður stjórnarmeðlimum bandalagsins né öðrum, þrátt fyrir að lög bandalagsins kveði á um það. Áhrifamenn innan bandalagsins ætla nú að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins og vilja meina að með samningnum við framkvæmdastjórann sé Sigursteinn að ákveða eigin laun, en framkvæmdastjóri fær sömu laun og formaður. Samkvæmt lögunum gerir framkvæmdastjórn bandalagsins ráðningarsamning við framkvæmdastjóra, sem staðfestir skal af aðalstjórn bandalagsins. Arnþór Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandalagsins, segir þetta ekki hafa verið gert. „Þessi samningur var sagður vera trúnaðarmál milli Sigursteins og framkvæmdastjórans, sem getur hreinlega ekki verið. Samkvæmt lögunum er það framkvæmdastjórnin sem ræður framkvæmdastjóra en ekki formaðurinn,“ segir Arnþór. „Aðalstjórnin er æðsta vald Öryrkjabandalagsins á milli aðalfunda og framkvæmdastjórnin vinnur í umboði aðalstjórnar. Þetta hlýtur núverandi formaður bandalagsins að vita.“ Guðmundur Johnsen, einn þeirra sem ætla að kæra Sigurstein, segir ráðningu framkvæmdastjóra hafa verið knúna fram í gegnum stjórnina án þess að nokkur umræða um málið hafi verið leyfð og án þess að samningurinn hafi verið lagður fram. „Þetta stangast á við allt sem heitir lýðræði og eðlileg stjórnsýsla. Það kaus minna en helmingur manna með samningnum, meirihlutinn sat hjá. Við teljum að enn hafi ekki farið fram nein umræða sem réttlætir að samningurinn sé staðfestur. Menn staðfesta ekki samninga sem menn hafa ekki séð, það er grundvallaratriði í samningum.“ Guðmundur segir rangt að kæran sé til komin vegna persónulegrar óvildar í garð Sigursteins. „Á sínum tíma kaus ég Sigurstein vegna þess að ég taldi hann ágætlega vel greindan. Ég sé ekki hvernig það lýsir persónulegri óvild.“ Ekki náðist í Sigurstein Másson vegna málsins í gær.
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira