Bóndi segir hækkun á leigu sanngjarna 23. júlí 2006 07:15 Framkvæmdir við golfvöll í Skorradal Fyrstu níu holurnar í golfvelli í landi Indriðastaða verða tilbúnar næsta sumar. Á myndinni er horft yfir svæðið þar sem níunda holan verður. myndir/Sveinn Steindórsson „Það er liðin tíð og fortíðarhyggja að ætla bændum að búa með nokkrar kýr og tvö hundruð kindur,“ segir Inger Helgadóttir, bóndi á Indriðastöðum og landeigandi sumarhúsalóða í Skorradal. Inger hefur selt kaupsýslumanninum Jóni Sandholt helminginn á móti sér í Indriðastöðum. Leigusamningar á um tuttugu lóðum runnu nýverið út og hefur verið gengið frá endurnýjun þeirra við flesta. Níutíu prósent ákváðu að kaupa sumarhúsalóðirnar. Hjá þeim sem vildu leigja hækkaði leigan úr tuttugu þúsundum á ári í ríflega hundrað þúsund. Nýverið seldu þau 48 lóðir undir ný sumarhús, frá 1,8 milljónum allt upp í fimm milljónir fyrir þær stærstu. „Ég get ekki séð að það sé mikil hækkun á 25 ára tímabili,“ segir Inger. Tímarnir séu breyttir: „Bæði er meiri ásókn í land og verðið fylgir eftirspurninni eins og annað. Margir virðast álíta að bændur séu baggi á samfélaginu og því eigi spurn eftir landi þeirra og lóðum ekki að lúta sömu lögmálum og hjá öðrum. Svo er ekki.“ Inger segist þó skilja að fólk sé óánægt með að verðið hækki fimmfalt með nýja samningnum. Hún bendir hins vegar á að sumarhúsin sjálf og notkun á þeim hafi breyst frá því að þeir fyrstu byggðu. Kröfurnar séu aðrar. Verðið sem þau Jón bjóði sé sanngjarnt, og segir hann það um fimmtíu til sextíu prósent af því sem aðrir í dalnum hafi selt á. Jón segir þau Inger svara kalli um aukna þjónustu með uppbyggingu á svæðinu. Þau reisi til að mynda níu holu golfvöll sem verði stækkaður. Hann kosti á annað hundrað milljónir. Jón staðfestir frásögn framkvæmdastjóra Landssambands sumarhúsaeigenda, sem sagði frá mönnum sem keyptu lóðir af bændum og byðu sumarhúsaeigendum til kaups á allt að tíu milljónir eftir að samningar væru útrunnir. „Ég þekki tvö dæmi þar sem menn eru í viðskiptunum til þess að ná sér í pening. Ég skil óánægju fólks vel sem lendir í klónum á svoleiðis mönnum,“ segir Jón. Þau Inger hafi hins vegar ákveðið að vinna með fólkinu. Þetta sé lifibrauð Inger og áhugamál hans: „Áhugi minn á svæðinu hófst þegar ég keypti lóð í landi Indriðastaða og endurbyggði gamlan sumarbústað. Ég hef hugsað mér að búa hérna sjálfur þegar hægist um hjá mér. Ég vil geta litið framan í nágrannana.“ Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
„Það er liðin tíð og fortíðarhyggja að ætla bændum að búa með nokkrar kýr og tvö hundruð kindur,“ segir Inger Helgadóttir, bóndi á Indriðastöðum og landeigandi sumarhúsalóða í Skorradal. Inger hefur selt kaupsýslumanninum Jóni Sandholt helminginn á móti sér í Indriðastöðum. Leigusamningar á um tuttugu lóðum runnu nýverið út og hefur verið gengið frá endurnýjun þeirra við flesta. Níutíu prósent ákváðu að kaupa sumarhúsalóðirnar. Hjá þeim sem vildu leigja hækkaði leigan úr tuttugu þúsundum á ári í ríflega hundrað þúsund. Nýverið seldu þau 48 lóðir undir ný sumarhús, frá 1,8 milljónum allt upp í fimm milljónir fyrir þær stærstu. „Ég get ekki séð að það sé mikil hækkun á 25 ára tímabili,“ segir Inger. Tímarnir séu breyttir: „Bæði er meiri ásókn í land og verðið fylgir eftirspurninni eins og annað. Margir virðast álíta að bændur séu baggi á samfélaginu og því eigi spurn eftir landi þeirra og lóðum ekki að lúta sömu lögmálum og hjá öðrum. Svo er ekki.“ Inger segist þó skilja að fólk sé óánægt með að verðið hækki fimmfalt með nýja samningnum. Hún bendir hins vegar á að sumarhúsin sjálf og notkun á þeim hafi breyst frá því að þeir fyrstu byggðu. Kröfurnar séu aðrar. Verðið sem þau Jón bjóði sé sanngjarnt, og segir hann það um fimmtíu til sextíu prósent af því sem aðrir í dalnum hafi selt á. Jón segir þau Inger svara kalli um aukna þjónustu með uppbyggingu á svæðinu. Þau reisi til að mynda níu holu golfvöll sem verði stækkaður. Hann kosti á annað hundrað milljónir. Jón staðfestir frásögn framkvæmdastjóra Landssambands sumarhúsaeigenda, sem sagði frá mönnum sem keyptu lóðir af bændum og byðu sumarhúsaeigendum til kaups á allt að tíu milljónir eftir að samningar væru útrunnir. „Ég þekki tvö dæmi þar sem menn eru í viðskiptunum til þess að ná sér í pening. Ég skil óánægju fólks vel sem lendir í klónum á svoleiðis mönnum,“ segir Jón. Þau Inger hafi hins vegar ákveðið að vinna með fólkinu. Þetta sé lifibrauð Inger og áhugamál hans: „Áhugi minn á svæðinu hófst þegar ég keypti lóð í landi Indriðastaða og endurbyggði gamlan sumarbústað. Ég hef hugsað mér að búa hérna sjálfur þegar hægist um hjá mér. Ég vil geta litið framan í nágrannana.“
Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira