Alvarleg sakamál eru enn óupplýst 23. júlí 2006 07:15 með vopnið á lofti Ræningi Happdrættis Háskóla Íslands náðist á öryggismyndavél er hann réðst inn í höfuðstöðvarnar með skotvopn á lofti og hrifsaði með sér hundrað þúsund krónur. Hann er ófundinn. Ungur maður, íklæddur bláum kuldagalla, réðst inn í höfuðstöðvar Happdrættis Háskóla Íslands um hádegið hinn 30. janúar, ógnaði starfsfólki með skotvopni og komst undan á hlaupum með tæpar hundrað þúsund krónur. Kuldagalli mannsins fannst í bakgarði í Grjótaþorpinu og skömmu síðar var karlmaður á tvítugsaldri handtekinn, grunaður um verknaðinn. Honum var þó sleppt að loknum yfirheyrslum. Að sögn Rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík hefur málið verið í rannsókn síðan þá en ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans. Lögreglan bíður nú niðurstöðu úr lífssýnarannsókn vegna málsins og vonast til að einhver árangur hljótist af henni. Að sögn lögreglunnar eru alltaf einhverjir grunaðir en betra að bíða þar til áþreifanleg sönnunargögn séu fyrir hendi. Að kvöldi laugardagsins 25. mars var karlmaður á sjötugsaldri, Kristinn Óskarsson, numinn á brott af heimili sínu í Garði eftir barsmíðar og hann lokaður í farangursrými bifreiðar í sjö klukkustundir. Þá slapp Kristinn úr skottinu og hljóp að bænum Múla í Biskupstungum þar sem hann leitaði sér aðstoðar. Kristinn hlaut töluverða áverka í andliti og á líkama og allt bendir til þess að árásin hafi verið tilefnislaus. Lögreglan rannsakar málið sem mannrán en hefur ekki borið erindi sem erfiði enn sem komið er. Að sögn rannsóknardeildar lögreglunnar í Keflavík hefur leitin að sökudólgunum ekkert gengið. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum við málið, meðal annars ökumann jeppabifreiðar sem ók framhjá Kristni á Biskupstungnaveginum, en það hafi litlu skilað. Þá hafi farið fram mikil leit að gulum, amerískum bíl sem passar við lýsingu á bíl ofbeldismannanna, en þar hafi lögreglu einnig rekið í strand. Málið sé nú í biðstöðu þar til nýjar upplýsingar berist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Reykjavík, segir mjög hátt hlutfall sakamála upplýsast hér á landi og það heyri til algerra undantekninga ef það gerist ekki. "Hins vegar tekur það í stöku tilvikum lengri tíma," segir Ómar. Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
Ungur maður, íklæddur bláum kuldagalla, réðst inn í höfuðstöðvar Happdrættis Háskóla Íslands um hádegið hinn 30. janúar, ógnaði starfsfólki með skotvopni og komst undan á hlaupum með tæpar hundrað þúsund krónur. Kuldagalli mannsins fannst í bakgarði í Grjótaþorpinu og skömmu síðar var karlmaður á tvítugsaldri handtekinn, grunaður um verknaðinn. Honum var þó sleppt að loknum yfirheyrslum. Að sögn Rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík hefur málið verið í rannsókn síðan þá en ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans. Lögreglan bíður nú niðurstöðu úr lífssýnarannsókn vegna málsins og vonast til að einhver árangur hljótist af henni. Að sögn lögreglunnar eru alltaf einhverjir grunaðir en betra að bíða þar til áþreifanleg sönnunargögn séu fyrir hendi. Að kvöldi laugardagsins 25. mars var karlmaður á sjötugsaldri, Kristinn Óskarsson, numinn á brott af heimili sínu í Garði eftir barsmíðar og hann lokaður í farangursrými bifreiðar í sjö klukkustundir. Þá slapp Kristinn úr skottinu og hljóp að bænum Múla í Biskupstungum þar sem hann leitaði sér aðstoðar. Kristinn hlaut töluverða áverka í andliti og á líkama og allt bendir til þess að árásin hafi verið tilefnislaus. Lögreglan rannsakar málið sem mannrán en hefur ekki borið erindi sem erfiði enn sem komið er. Að sögn rannsóknardeildar lögreglunnar í Keflavík hefur leitin að sökudólgunum ekkert gengið. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum við málið, meðal annars ökumann jeppabifreiðar sem ók framhjá Kristni á Biskupstungnaveginum, en það hafi litlu skilað. Þá hafi farið fram mikil leit að gulum, amerískum bíl sem passar við lýsingu á bíl ofbeldismannanna, en þar hafi lögreglu einnig rekið í strand. Málið sé nú í biðstöðu þar til nýjar upplýsingar berist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Reykjavík, segir mjög hátt hlutfall sakamála upplýsast hér á landi og það heyri til algerra undantekninga ef það gerist ekki. "Hins vegar tekur það í stöku tilvikum lengri tíma," segir Ómar.
Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira