Innlent

Ekki sama hvar er keypt

skyndibiti Hamborgari er ýmist í fjórtán prósenta skattþrepi eða 24,5 prósenta, eftir því hvar hann er keyptur.
skyndibiti Hamborgari er ýmist í fjórtán prósenta skattþrepi eða 24,5 prósenta, eftir því hvar hann er keyptur.

Samtök ferðaþjónustunnar fagna skýrslu matvælaverðsnefndarinnar. Að sögn samtakanna hafa veitingamenn lagt ríka áherslu á að tollar verði afnumdir og öll sala matvæla verði í sama virðisaukaskattsþrepi, óháð því hvernig hún er seld.

Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að ófremdarástand ríki í samkeppnismálum veitingastaða vegna skattkerfisins, þar sem varan er seld með mismunandi virðisaukaskatti.

„Matur er seldur í dag með mismunandi hætti á fjölbreytilegum stöðum. Það er til dæmis verið að selja alls kyns skyndibita í söluturnum sem eru á öðru skattþrepi en matur út úr lúgu á hamborgarastað,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er verið að selja sama hamborgarann, annars vegar í fjórtán prósenta skattþrepi og hins vegar í 24,5 prósenta skattþrepi.“ Erna segir þetta skekkja samkeppnisstöðu matsölustaða og það verði að laga hið fyrsta. „Matvæli eiga að vera skattlögð með sama hætti óháð því hvar og hvernig þau eru seld.“

Hún segist vonast til að bragarbót verði gerð á þessum málum, þar sem nefnd forsætisráðherra um matvælaverð hafi bent á að þetta skyti skökku við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×