Ísraelsk innrás í Líbanon 23. júlí 2006 09:15 Ísraelskar herdeildir réðust inn í þorpin Maroun al-Ras og Marwahin í suðurhluta Líbanon í gær og Hizbollah-samtökin skutu á þriðja tug flugskeyta yfir landamærin til Ísraels. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir létust í átökunum í gær en tugir manna særðust. Ísraelskar orrustuþotur sprengdu sjónvarps- og fjarskiptamöstur í austur- og norðurhluta Líbanon og rofnuðu við það útsendingar líbanska ríkissjónvarpsins og Al-Manar sjónvarpsstöðvarinnar sem rekin er af Hizbollah-samtökunum og ísraelsk stjórnvöld segja boða áróður gegn Ísraelum. Auk þess að sprengja möstur héldu Ísraelsmenn uppi linnulausum flugskeytaárásum við landamæri Líbanon. Er flugskeytunum beint gegn stjórnstöðvum Hizbollah og flugskeytapöllum en einnig voru vegir til Sýrlands sprengdir upp. Í fyrsta skiptið síðan átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust fyrir tólf dögum börðust ísraelskir hermenn og Hizbollah-liðar í návígi í gær. Það var í þorpinu Maroun al-Ras. Þrátt fyrir innrásina í gær segjast ísraelsk stjórnvöld ekki ætla í allsherjarinnrás í Líbanon en þau hafa hvatt íbúa tíu til fjórtán þorpa við landamærin að flytja sig á brott. Avi Pazner, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, segir Ísraela ekki hafa hug á að hernema Líbanon. „Við viljum bara losna við Hizbollah,“ sagði hann. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Frank Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, eru væntanleg til Mið-Austurlanda í dag. Átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust 12. júlí eftir að Hizbollah tók tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Um 350 Líbanar hafa látist í átökunum og á fjórða tug Ísraela. Meirihluti líbönsku fórnarlambanna var almennir borgarar, sem og fimmtán hinna ísraelsku. Um 650 þúsund Líbanar hafa þurft að flýja heimili sín í átökunum. Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Ísraelskar herdeildir réðust inn í þorpin Maroun al-Ras og Marwahin í suðurhluta Líbanon í gær og Hizbollah-samtökin skutu á þriðja tug flugskeyta yfir landamærin til Ísraels. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir létust í átökunum í gær en tugir manna særðust. Ísraelskar orrustuþotur sprengdu sjónvarps- og fjarskiptamöstur í austur- og norðurhluta Líbanon og rofnuðu við það útsendingar líbanska ríkissjónvarpsins og Al-Manar sjónvarpsstöðvarinnar sem rekin er af Hizbollah-samtökunum og ísraelsk stjórnvöld segja boða áróður gegn Ísraelum. Auk þess að sprengja möstur héldu Ísraelsmenn uppi linnulausum flugskeytaárásum við landamæri Líbanon. Er flugskeytunum beint gegn stjórnstöðvum Hizbollah og flugskeytapöllum en einnig voru vegir til Sýrlands sprengdir upp. Í fyrsta skiptið síðan átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust fyrir tólf dögum börðust ísraelskir hermenn og Hizbollah-liðar í návígi í gær. Það var í þorpinu Maroun al-Ras. Þrátt fyrir innrásina í gær segjast ísraelsk stjórnvöld ekki ætla í allsherjarinnrás í Líbanon en þau hafa hvatt íbúa tíu til fjórtán þorpa við landamærin að flytja sig á brott. Avi Pazner, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, segir Ísraela ekki hafa hug á að hernema Líbanon. „Við viljum bara losna við Hizbollah,“ sagði hann. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Frank Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, eru væntanleg til Mið-Austurlanda í dag. Átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust 12. júlí eftir að Hizbollah tók tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Um 350 Líbanar hafa látist í átökunum og á fjórða tug Ísraela. Meirihluti líbönsku fórnarlambanna var almennir borgarar, sem og fimmtán hinna ísraelsku. Um 650 þúsund Líbanar hafa þurft að flýja heimili sín í átökunum.
Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira