Ísraelsk innrás í Líbanon 23. júlí 2006 09:15 Ísraelskar herdeildir réðust inn í þorpin Maroun al-Ras og Marwahin í suðurhluta Líbanon í gær og Hizbollah-samtökin skutu á þriðja tug flugskeyta yfir landamærin til Ísraels. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir létust í átökunum í gær en tugir manna særðust. Ísraelskar orrustuþotur sprengdu sjónvarps- og fjarskiptamöstur í austur- og norðurhluta Líbanon og rofnuðu við það útsendingar líbanska ríkissjónvarpsins og Al-Manar sjónvarpsstöðvarinnar sem rekin er af Hizbollah-samtökunum og ísraelsk stjórnvöld segja boða áróður gegn Ísraelum. Auk þess að sprengja möstur héldu Ísraelsmenn uppi linnulausum flugskeytaárásum við landamæri Líbanon. Er flugskeytunum beint gegn stjórnstöðvum Hizbollah og flugskeytapöllum en einnig voru vegir til Sýrlands sprengdir upp. Í fyrsta skiptið síðan átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust fyrir tólf dögum börðust ísraelskir hermenn og Hizbollah-liðar í návígi í gær. Það var í þorpinu Maroun al-Ras. Þrátt fyrir innrásina í gær segjast ísraelsk stjórnvöld ekki ætla í allsherjarinnrás í Líbanon en þau hafa hvatt íbúa tíu til fjórtán þorpa við landamærin að flytja sig á brott. Avi Pazner, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, segir Ísraela ekki hafa hug á að hernema Líbanon. „Við viljum bara losna við Hizbollah,“ sagði hann. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Frank Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, eru væntanleg til Mið-Austurlanda í dag. Átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust 12. júlí eftir að Hizbollah tók tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Um 350 Líbanar hafa látist í átökunum og á fjórða tug Ísraela. Meirihluti líbönsku fórnarlambanna var almennir borgarar, sem og fimmtán hinna ísraelsku. Um 650 þúsund Líbanar hafa þurft að flýja heimili sín í átökunum. Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Ísraelskar herdeildir réðust inn í þorpin Maroun al-Ras og Marwahin í suðurhluta Líbanon í gær og Hizbollah-samtökin skutu á þriðja tug flugskeyta yfir landamærin til Ísraels. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir létust í átökunum í gær en tugir manna særðust. Ísraelskar orrustuþotur sprengdu sjónvarps- og fjarskiptamöstur í austur- og norðurhluta Líbanon og rofnuðu við það útsendingar líbanska ríkissjónvarpsins og Al-Manar sjónvarpsstöðvarinnar sem rekin er af Hizbollah-samtökunum og ísraelsk stjórnvöld segja boða áróður gegn Ísraelum. Auk þess að sprengja möstur héldu Ísraelsmenn uppi linnulausum flugskeytaárásum við landamæri Líbanon. Er flugskeytunum beint gegn stjórnstöðvum Hizbollah og flugskeytapöllum en einnig voru vegir til Sýrlands sprengdir upp. Í fyrsta skiptið síðan átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust fyrir tólf dögum börðust ísraelskir hermenn og Hizbollah-liðar í návígi í gær. Það var í þorpinu Maroun al-Ras. Þrátt fyrir innrásina í gær segjast ísraelsk stjórnvöld ekki ætla í allsherjarinnrás í Líbanon en þau hafa hvatt íbúa tíu til fjórtán þorpa við landamærin að flytja sig á brott. Avi Pazner, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, segir Ísraela ekki hafa hug á að hernema Líbanon. „Við viljum bara losna við Hizbollah,“ sagði hann. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Frank Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, eru væntanleg til Mið-Austurlanda í dag. Átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust 12. júlí eftir að Hizbollah tók tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Um 350 Líbanar hafa látist í átökunum og á fjórða tug Ísraela. Meirihluti líbönsku fórnarlambanna var almennir borgarar, sem og fimmtán hinna ísraelsku. Um 650 þúsund Líbanar hafa þurft að flýja heimili sín í átökunum.
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira