Fjárfesting félagsins stórkostleg mistök 24. júlí 2006 07:45 Vestmannaeyjabær Þegar Íslensk matvæli urðu gjaldþrota tapaði Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja miklum fjármunum. Í greinargerð sinni segir Bergur Ágústsson að bæjarstjórn hafi ekki vitað af þessum kaupum þegar hún lagði pening í félagið. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir mistök hafa verið gerð þegar Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja ákvað að leggja nánast allan sinn pening í eitt fyrirtæki, Íslensk matvæli. „Út frá þeim reglum sem gilda um svipuð eignarhaldsfélög og hvernig þau starfa er augljóst mál að þetta voru stórkostleg mistök,“ segir hann. Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir auðvelt að vera vitur eftir á, en hann var stjórnarformaður félagsins þegar kaupin voru gerð. „Þegar við gengum frá kaupunum á Íslenskum matvælum höfðum við undir höndum kannanir frá greiningardeild Íslandsbanka og endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte & Touche. Þar lá fyrir að þetta væri ekki slæm fjárfesting.” Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja, sagði af sér á dögunum vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð sem hann skrifaði til Byggðastofnunar segir hann að Guðjón Hjörleifsson hafi ekki greitt fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmannaeyja eins og hlutafélagaskrá hafi verið tilkynnt um. Einnig hafi hann ekki látið bæjarstjórn vita af kaupum á fyrirtækinu Íslenskum matvælum. Guðjón segir það alrangt sem Bergur segir að hann og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, hafi átt að leggja til tvær milljónir í stofnféð. „Það stóð aldrei til að við yrðum hluthafar í félaginu, enda enginn einstaklingur hluthafi í því. Við lánuðum kennitölur okkar til að hægt væri að stofna félagið. Stofnféð átti að koma annars staðar frá og gerði það.“ Hann segir einnig rangt að bæjarstjórn hafi ekki vitað af kaupunum, rætt hafi verið um þau á aðalfundi eignarhaldsfélagsins og bæjarstjórnarfundum. Daginn eftir stofnun Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja var gengið frá kaupum þess á fyrirtækinu Íslenskum matvælum fyrir 130 milljónir króna. Rúmu ári síðar kom í ljós að rekstur fyrirtækisins gekk ekki sem skyldi og varð það gjaldþrota. Tapaði Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja miklum peningum á kaupunum og var nálægt því að fara í gjaldþrot. Ekki náðist í Berg Elías Ágústsson vegna málsins í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir mistök hafa verið gerð þegar Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja ákvað að leggja nánast allan sinn pening í eitt fyrirtæki, Íslensk matvæli. „Út frá þeim reglum sem gilda um svipuð eignarhaldsfélög og hvernig þau starfa er augljóst mál að þetta voru stórkostleg mistök,“ segir hann. Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir auðvelt að vera vitur eftir á, en hann var stjórnarformaður félagsins þegar kaupin voru gerð. „Þegar við gengum frá kaupunum á Íslenskum matvælum höfðum við undir höndum kannanir frá greiningardeild Íslandsbanka og endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte & Touche. Þar lá fyrir að þetta væri ekki slæm fjárfesting.” Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja, sagði af sér á dögunum vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð sem hann skrifaði til Byggðastofnunar segir hann að Guðjón Hjörleifsson hafi ekki greitt fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmannaeyja eins og hlutafélagaskrá hafi verið tilkynnt um. Einnig hafi hann ekki látið bæjarstjórn vita af kaupum á fyrirtækinu Íslenskum matvælum. Guðjón segir það alrangt sem Bergur segir að hann og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, hafi átt að leggja til tvær milljónir í stofnféð. „Það stóð aldrei til að við yrðum hluthafar í félaginu, enda enginn einstaklingur hluthafi í því. Við lánuðum kennitölur okkar til að hægt væri að stofna félagið. Stofnféð átti að koma annars staðar frá og gerði það.“ Hann segir einnig rangt að bæjarstjórn hafi ekki vitað af kaupunum, rætt hafi verið um þau á aðalfundi eignarhaldsfélagsins og bæjarstjórnarfundum. Daginn eftir stofnun Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja var gengið frá kaupum þess á fyrirtækinu Íslenskum matvælum fyrir 130 milljónir króna. Rúmu ári síðar kom í ljós að rekstur fyrirtækisins gekk ekki sem skyldi og varð það gjaldþrota. Tapaði Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja miklum peningum á kaupunum og var nálægt því að fara í gjaldþrot. Ekki náðist í Berg Elías Ágústsson vegna málsins í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Innlent Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira