Huglægt hver er hryðjuverkamaður 24. júlí 2006 06:45 Þó að margir stjórnmálamenn telji það auðvelt hafa fræðimenn ekki náð samstöðu um hver getur talist hryðjuverkamaður. Vandinn felst aðallega í því að erfitt er að skilgreina hver sé munurinn á hermanni, skæruliða og hryðjuverkamanni. Slíkt mat getur farið eftir pólitískum tilgangi þess sem skilgreinir eða hugsunargangi á hverjum tíma, að sögn Vísindavefs Háskóla Íslands. Hvað er hryðjuverkamaður? Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 hefur verið erfiðara að skilgreina hugtakið „hryðjuverkamaður”, því margir valdhafar hafa notað hugtakið eftir hentugleika. Hryðjuverkamenn vinna í hópum sem fara leynt og ráðast á saklausa borgara í pólitískum tilgangi. Hins vegar eru hermenn merktir og berjast fyrir opnum tjöldum gegn öðrum hermönnum. Þeim er bannað að ráðast á borgara. Munurinn er því eðli skotmarka. Skæruliði er svo annað hugtak, en skæruliðar berjast fyrir stjórnarskiptum eða byltingum og getur barátta þeirra jafnvel verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu. Hvenær hefur almenningsálit breytt skilgreiningunni? Dæmi eru um það að álit á aðilum hefur breyst í takt við tíðarandann. Til dæmis var Nelson Mandela úthrópaður sem hryðjuverkamaður fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Það breyttist allt eftir að aðskilnaðarstefnunni lauk, hann varð forseti og hlaut friðarverðlaun Nóbels. Hvað er hryðjuverk? Orðið hryðjuverk var fyrst notað um stjórnarathafnir ógnarstjórnar Jakobína í Frakklandi undir lok 18. aldar, þegar fjölmargir pólitískir andstæðingar þeirra voru sendir í fallöxina. Nú á dögum er orðið notað á annan hátt. Verknaðir öfgahópa og andspyrnuafla eru kallaðir hryðjuverk, en aðgerðir stjórnvalda og herja eitthvað annað. Árásir ríkisstjórna á eigin þegna eru kölluð mannréttindabrot, en árásir gegn þegnum annarra ríkja eru kallaðar stríðsglæpir. Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Þó að margir stjórnmálamenn telji það auðvelt hafa fræðimenn ekki náð samstöðu um hver getur talist hryðjuverkamaður. Vandinn felst aðallega í því að erfitt er að skilgreina hver sé munurinn á hermanni, skæruliða og hryðjuverkamanni. Slíkt mat getur farið eftir pólitískum tilgangi þess sem skilgreinir eða hugsunargangi á hverjum tíma, að sögn Vísindavefs Háskóla Íslands. Hvað er hryðjuverkamaður? Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 hefur verið erfiðara að skilgreina hugtakið „hryðjuverkamaður”, því margir valdhafar hafa notað hugtakið eftir hentugleika. Hryðjuverkamenn vinna í hópum sem fara leynt og ráðast á saklausa borgara í pólitískum tilgangi. Hins vegar eru hermenn merktir og berjast fyrir opnum tjöldum gegn öðrum hermönnum. Þeim er bannað að ráðast á borgara. Munurinn er því eðli skotmarka. Skæruliði er svo annað hugtak, en skæruliðar berjast fyrir stjórnarskiptum eða byltingum og getur barátta þeirra jafnvel verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu. Hvenær hefur almenningsálit breytt skilgreiningunni? Dæmi eru um það að álit á aðilum hefur breyst í takt við tíðarandann. Til dæmis var Nelson Mandela úthrópaður sem hryðjuverkamaður fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Það breyttist allt eftir að aðskilnaðarstefnunni lauk, hann varð forseti og hlaut friðarverðlaun Nóbels. Hvað er hryðjuverk? Orðið hryðjuverk var fyrst notað um stjórnarathafnir ógnarstjórnar Jakobína í Frakklandi undir lok 18. aldar, þegar fjölmargir pólitískir andstæðingar þeirra voru sendir í fallöxina. Nú á dögum er orðið notað á annan hátt. Verknaðir öfgahópa og andspyrnuafla eru kallaðir hryðjuverk, en aðgerðir stjórnvalda og herja eitthvað annað. Árásir ríkisstjórna á eigin þegna eru kölluð mannréttindabrot, en árásir gegn þegnum annarra ríkja eru kallaðar stríðsglæpir.
Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira