Kristilegu kærleiksblómin spretta 24. júlí 2006 06:00 Nokkur umræða er nú sprottin upp um hugsanlegt samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra hugmynda. Í öllu falli sýna skeytasendingar milli forystumanna þessara flokka ekki mikinn samstarfshug; þannig andar greinilega heldur köldu milli þeirra Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra og Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar. Í nýlegum pistli á heimasíðu Björns segir til dæmis að Björgvin bregðist aldrei vondum málstað og sé þess tilbúinn að lýsa því yfir á prenti. Áður hafði Björgvin látið þau orð falla á heimasíðu sinni að yfirgangur og bulluháttur einkenndi umfjöllum Björns um málefni Samfylkingarinnar. Það gæti því orðið líf og fjör í hugsanlegri sambúð þessara flokka í ríkisstjórn. Ljótt er ef satt er Á nýja fréttavefnum ordid.blog.is, sem Andrés Jónsson jafnaðarmaður ku meðal annarra standa að, kennir ýmissa grasa í fréttaflutningi. Þannig upplýsir vefurinn til að mynda lesendur sína um að það hafi verið sænski skíðakappinn Ingemar Stenmark sem kenndi Slóvenum þann ljóta sið að taka í vörina að sænskum sið. Þetta á Ingimar að hafa gert á þeim árum sem enginn stóðst honum snúning í skíðabrekkunum en tengsl hans við Slóveníu voru gegnum júgóslavneska skíðaframleiðandann Elan. Og Orðið skúbbar þeirri frétt sömuleiðis að gamli kommúnistaflokkurinn í Júgóslavíu hafi stöðvað byggingu háhýsis í Ljubljana á sínum tíma! Menningin blómstrar hjá forsetanum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kemur af vinstri væng íslenskra stjórnmála eins og flestum er kunnugt um. Það kom því ekki mörgum á óvart á sínum tíma þegar Ólafur réði Örnólf Thorsson í stöðu aðstoðarmanns síns og síðan forsetaritara, en Örnólfur var lengi innanbúðarmaður hjá því virta bókaforlagi Máli og menningu sem heldur betur hafði vinstri stimpilinn á sér. Nú nýverið var svo annar gamall starfsmaður Máls og menningar, Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur, ráðinn í stöðu skrifstofustjóra forsetaembættisins þannig að menn leita ekki langt yfir skammt í mannaráðningum á þeim bænum. Innlent Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira
Nokkur umræða er nú sprottin upp um hugsanlegt samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra hugmynda. Í öllu falli sýna skeytasendingar milli forystumanna þessara flokka ekki mikinn samstarfshug; þannig andar greinilega heldur köldu milli þeirra Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra og Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar. Í nýlegum pistli á heimasíðu Björns segir til dæmis að Björgvin bregðist aldrei vondum málstað og sé þess tilbúinn að lýsa því yfir á prenti. Áður hafði Björgvin látið þau orð falla á heimasíðu sinni að yfirgangur og bulluháttur einkenndi umfjöllum Björns um málefni Samfylkingarinnar. Það gæti því orðið líf og fjör í hugsanlegri sambúð þessara flokka í ríkisstjórn. Ljótt er ef satt er Á nýja fréttavefnum ordid.blog.is, sem Andrés Jónsson jafnaðarmaður ku meðal annarra standa að, kennir ýmissa grasa í fréttaflutningi. Þannig upplýsir vefurinn til að mynda lesendur sína um að það hafi verið sænski skíðakappinn Ingemar Stenmark sem kenndi Slóvenum þann ljóta sið að taka í vörina að sænskum sið. Þetta á Ingimar að hafa gert á þeim árum sem enginn stóðst honum snúning í skíðabrekkunum en tengsl hans við Slóveníu voru gegnum júgóslavneska skíðaframleiðandann Elan. Og Orðið skúbbar þeirri frétt sömuleiðis að gamli kommúnistaflokkurinn í Júgóslavíu hafi stöðvað byggingu háhýsis í Ljubljana á sínum tíma! Menningin blómstrar hjá forsetanum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kemur af vinstri væng íslenskra stjórnmála eins og flestum er kunnugt um. Það kom því ekki mörgum á óvart á sínum tíma þegar Ólafur réði Örnólf Thorsson í stöðu aðstoðarmanns síns og síðan forsetaritara, en Örnólfur var lengi innanbúðarmaður hjá því virta bókaforlagi Máli og menningu sem heldur betur hafði vinstri stimpilinn á sér. Nú nýverið var svo annar gamall starfsmaður Máls og menningar, Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur, ráðinn í stöðu skrifstofustjóra forsetaembættisins þannig að menn leita ekki langt yfir skammt í mannaráðningum á þeim bænum.
Innlent Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira