Er afskaplega mikill bóhem 24. júlí 2006 06:30 „Efst á baugi er nýliðin helgi, við vorum að spila á föstudag og laugardag, það var afskaplega gaman. Ég var að spila á Players í Kópavogi og á Traffic í Keflavík í gær,“ segir Tómas Tómasson, bassaleikari Stuðmanna. „Við erum að spila núna alveg hverja helgi, fram til 26. ágúst, þá eru Stuðmenn komnir í frí og enginn veit hvað gerist.“ Spurður hvað hann ætli að gera í fríinu segist Tómas búast við því að fara til Grikklands. „Ég hef komið þangað áður en ég ætla að reyna að fara til Krítar núna“. „Ég er afskaplega mikill bóhem, sit á kaffihúsum og les blöð,“ segir Tómas þegar blaðamaður spyr hann hvað hann geri þegar hann fær frí frá tónleikahaldi. „Semja? Nei, nei, ég gaf mér það loforð fyrir tíu árum að ég ætlaði aldrei að gera sólóplötu,“ en Tómas hefur þó haslað sér völl sem rithöfundur þar sem hann gaf út bókina Sögur Tómasar frænda á síðasta ári. „Það er von á annarri, það verða miklu svæsnari sögur en áður. Hún seldist í þúsund eintökum þannig að ég ætla að verða miklu svæsnari í næstu bók og ná henni upp í 1.500 eintök.“ „Við erum svo skynsamir að gera aldrei of mikil plön, við hringjum bara í hvern annan þegar einhver góð hugmynd kemur upp,“ segir Stuðmaðurinn en hann spilaði inn á fyrstu plötu hljómsveitarinnar árið 1975. Í vetur ætlar Tómas að spila með Snillingunum, sem hann segir vera mjög skemmtilegan félagsskap. „Við erum bara að spila í einkasamkvæmum, það er draumur hvers poppara að spila í einkasamkvæmum, þetta er þægileg innivinna, það er vel borgað og skemmtilegt fólk,“ en Tómas hefur spilað með hljómsveitinni í um átta ár. Stuðmenn verða á þremur stöðum um verslunarmannahelgina; í Galtalæk, Vestmannaeyjum og Reykjavík. Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
„Efst á baugi er nýliðin helgi, við vorum að spila á föstudag og laugardag, það var afskaplega gaman. Ég var að spila á Players í Kópavogi og á Traffic í Keflavík í gær,“ segir Tómas Tómasson, bassaleikari Stuðmanna. „Við erum að spila núna alveg hverja helgi, fram til 26. ágúst, þá eru Stuðmenn komnir í frí og enginn veit hvað gerist.“ Spurður hvað hann ætli að gera í fríinu segist Tómas búast við því að fara til Grikklands. „Ég hef komið þangað áður en ég ætla að reyna að fara til Krítar núna“. „Ég er afskaplega mikill bóhem, sit á kaffihúsum og les blöð,“ segir Tómas þegar blaðamaður spyr hann hvað hann geri þegar hann fær frí frá tónleikahaldi. „Semja? Nei, nei, ég gaf mér það loforð fyrir tíu árum að ég ætlaði aldrei að gera sólóplötu,“ en Tómas hefur þó haslað sér völl sem rithöfundur þar sem hann gaf út bókina Sögur Tómasar frænda á síðasta ári. „Það er von á annarri, það verða miklu svæsnari sögur en áður. Hún seldist í þúsund eintökum þannig að ég ætla að verða miklu svæsnari í næstu bók og ná henni upp í 1.500 eintök.“ „Við erum svo skynsamir að gera aldrei of mikil plön, við hringjum bara í hvern annan þegar einhver góð hugmynd kemur upp,“ segir Stuðmaðurinn en hann spilaði inn á fyrstu plötu hljómsveitarinnar árið 1975. Í vetur ætlar Tómas að spila með Snillingunum, sem hann segir vera mjög skemmtilegan félagsskap. „Við erum bara að spila í einkasamkvæmum, það er draumur hvers poppara að spila í einkasamkvæmum, þetta er þægileg innivinna, það er vel borgað og skemmtilegt fólk,“ en Tómas hefur spilað með hljómsveitinni í um átta ár. Stuðmenn verða á þremur stöðum um verslunarmannahelgina; í Galtalæk, Vestmannaeyjum og Reykjavík.
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira