Bannað að leigja út nektardansmeyjar 24. júlí 2006 03:30 Nektardansmær Löggjöf um nektardans utan nektardansstaða er óljós að mati lögfræðings, en víst er að eitthvað er um að staðirnir standi fyrir slíkri útleigu. Myndin er erlend. MYND/AFP Dæmi eru um að nektardansmeyjar séu pantaðar í heimahús, samkomusali og á skemmtistaði í lokuð einkasamkvæmi, til dæmis í steggjapartí eða afmælisveislur. Lögreglusamþykktir eru óljósar varðandi rekstur nektardans utan þeirra nektardansstaða sem hafa leyfi fyrir starfseminni. Í lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar stendur að þar sem heimilt sé að sýna nektardans á næturklúbbi skuli tryggt að sýning fari fram í rúmgóðu húsnæði og sé sýnendum óheimilt að fara um meðal áhorfenda. Hvers konar einkasýningar séu óheimilar. Einnig sé lögreglu heimilt að fara um samkomusali og önnur húsakynni sem gestir eiga aðgang að. Brynhildur Flóvenz lögfræðingur telur ólöglegt hjá nektardansstöðum að leigja þjónustuna úr húsi. „Staðirnir hafa ekki leyfi til að selja sína starfsemi annað, til dæmis í einkasamkvæmi og heimahús, því lögreglan getur ekki fylgst með á þeim stöðum. Þær kröfur sem eru í lögreglusamþykktinni verður að uppfylla,“ segir Brynhildur. Lögregla hefur lítið frétt um mál af þessu tagi. Brynhildur telur tvo aðila geta verið brotlega í slíkum málum, nektardansstaðinn sem leigir út dansara og eigendur þeirra staða sem halda veislur þar sem nektardans fer fram. Kaupandi að dansinum brjóti hins vegar ekki af sér. „Það vita allir að það er mjög sterk tenging milli vændis og nektarstaða. Þess vegna er millileið á Íslandi að leyfa nektarstaði, en einkadans bannaður. Það eru mörg atvik á mörkum þess löglega sem hefur aldrei reynt á hjá dómstólum,“ segir Brynhildur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leigir nektardansstaðurinn Goldfinger í Kópavogi út nektardansmeyjar í einkasamkvæmi. Verð þjónustunnar mun vera 25 þúsund krónur fyrir stuttan dans. Ásgeir Davíðsson, eigandi skemmtistaðarins Goldfinger, segir ekkert hæft í því að hann hafi milligöngu um nektardans í einkasamkvæmum. „Ég kannast ekkert við þetta. Þetta hefur verið gert einstaka sinnum í auglýsingaskyni fyrir staðinn, en við höfum aldrei tekið greiðslu fyrir það. Ég hef ekkert að fela og allir eru velkomnir til mín að skoða hvað fer fram.Ég hef verið hreinskilinn með mín mál,“ segir Ásgeir. Ekki náðist í talsmenn annarra næturklúbba vegna málsins. Innlent Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Sjá meira
Dæmi eru um að nektardansmeyjar séu pantaðar í heimahús, samkomusali og á skemmtistaði í lokuð einkasamkvæmi, til dæmis í steggjapartí eða afmælisveislur. Lögreglusamþykktir eru óljósar varðandi rekstur nektardans utan þeirra nektardansstaða sem hafa leyfi fyrir starfseminni. Í lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar stendur að þar sem heimilt sé að sýna nektardans á næturklúbbi skuli tryggt að sýning fari fram í rúmgóðu húsnæði og sé sýnendum óheimilt að fara um meðal áhorfenda. Hvers konar einkasýningar séu óheimilar. Einnig sé lögreglu heimilt að fara um samkomusali og önnur húsakynni sem gestir eiga aðgang að. Brynhildur Flóvenz lögfræðingur telur ólöglegt hjá nektardansstöðum að leigja þjónustuna úr húsi. „Staðirnir hafa ekki leyfi til að selja sína starfsemi annað, til dæmis í einkasamkvæmi og heimahús, því lögreglan getur ekki fylgst með á þeim stöðum. Þær kröfur sem eru í lögreglusamþykktinni verður að uppfylla,“ segir Brynhildur. Lögregla hefur lítið frétt um mál af þessu tagi. Brynhildur telur tvo aðila geta verið brotlega í slíkum málum, nektardansstaðinn sem leigir út dansara og eigendur þeirra staða sem halda veislur þar sem nektardans fer fram. Kaupandi að dansinum brjóti hins vegar ekki af sér. „Það vita allir að það er mjög sterk tenging milli vændis og nektarstaða. Þess vegna er millileið á Íslandi að leyfa nektarstaði, en einkadans bannaður. Það eru mörg atvik á mörkum þess löglega sem hefur aldrei reynt á hjá dómstólum,“ segir Brynhildur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leigir nektardansstaðurinn Goldfinger í Kópavogi út nektardansmeyjar í einkasamkvæmi. Verð þjónustunnar mun vera 25 þúsund krónur fyrir stuttan dans. Ásgeir Davíðsson, eigandi skemmtistaðarins Goldfinger, segir ekkert hæft í því að hann hafi milligöngu um nektardans í einkasamkvæmum. „Ég kannast ekkert við þetta. Þetta hefur verið gert einstaka sinnum í auglýsingaskyni fyrir staðinn, en við höfum aldrei tekið greiðslu fyrir það. Ég hef ekkert að fela og allir eru velkomnir til mín að skoða hvað fer fram.Ég hef verið hreinskilinn með mín mál,“ segir Ásgeir. Ekki náðist í talsmenn annarra næturklúbba vegna málsins.
Innlent Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Sjá meira