Innlent

Uppbygging á Vestfjörðum

Ferðamálastofa hefur undirritað undir samning vegna verkefna í uppbyggingu og úrbótum á ferðamannastöðum á Vestfjörðum. Þeir sem koma að samningnum eru klasafyrirtækið Sjávarþorpið Suðureyri og Ísafjarðarbær. Sjávarþorpið Suðureyri fær styrk til uppbyggingar á upplýsingamiðlunartorgi sem staðsett er við innkeyrsluna í bæinn, og Ísafjarðarbær fær styrk til úrbóta á aðstöðu fyrir ferðafólk á Hornströndum.

Frá árinu 1995 hefur Ferðamálastofa varið tæplega 500 milljónum króna í styrki og framkvæmdir víðsvegar á Íslandi.


Tengdar fréttir

Sofia nýr þátttakandi

Actavis er styrktaraðili forvarnarverkefnisins Ungmenni í Evrópu - gegn fíkniefnum, en Sofia, höfuðborg Búlgaríu, hefur nú bæst í þann hóp sem tekur þátt í forvarnarverkefninu. Verkefnið er byggt á íslenskum rannsóknum sem miða að því að greina þætti sem eru líklegir til að koma í veg fyrir að ungt fólk ánetjist fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×