Fjórar nýjar plöntur í Surtsey 25. júlí 2006 05:30 Surtsey Leiðangursmenn sitja innan um plönturnar á yngsta landsvæði veraldar. Fjórar nýjar háplöntutegundir fundust í leiðangri líffræðinga til Surtseyjar sem farinn var 17. til 20. júlí síðastliðinn á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Surtseyjarfélagsins. Leiðangur sem þessi er farinn nær árlega til að kanna lífríki í eynni. Að þessu sinni fundust þúfusteinbrjótur, burnirót, blávingull og stórar blómstrandi blóðbergsplöntur, en engar þessara tegunda hafa fundist áður í eynni. Nú hafa því 64 æðri plöntur fundist í eyjunni frá upphafi, en einungis 56 reyndust á lífi að þessu sinni. Fléttutegundir eru nú orðnar um 80 á eyjunni og hefur fjölgað nokkuð. Þá var skordýrum safnað í leiðangrinum og þótti leiðangursmönnum það forvitnilegt að finna þar þistilfiðrildi, sem er erlendur flækingur. Einnig var fuglavarp skoðað, en í eynni verpa nú maríuerla, sólskríkja, þúfutittlingur, grágæs, fýll, teista, lundi og ýmsir mávar. Leiðangursstjóri leiðangursins var dr. Borgþór Magnússon en með í för voru átta íslenskir náttúrufræðingar, meðal annarra grasafræðingurinn Sturla Friðriksson og skordýrafræðingurinn Erling Ólafsson, auk Jim Juvik, landfræðiprófessor frá Hawaii, sem rannsakað hefur líf á eldeyjum. Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Fjórar nýjar háplöntutegundir fundust í leiðangri líffræðinga til Surtseyjar sem farinn var 17. til 20. júlí síðastliðinn á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Surtseyjarfélagsins. Leiðangur sem þessi er farinn nær árlega til að kanna lífríki í eynni. Að þessu sinni fundust þúfusteinbrjótur, burnirót, blávingull og stórar blómstrandi blóðbergsplöntur, en engar þessara tegunda hafa fundist áður í eynni. Nú hafa því 64 æðri plöntur fundist í eyjunni frá upphafi, en einungis 56 reyndust á lífi að þessu sinni. Fléttutegundir eru nú orðnar um 80 á eyjunni og hefur fjölgað nokkuð. Þá var skordýrum safnað í leiðangrinum og þótti leiðangursmönnum það forvitnilegt að finna þar þistilfiðrildi, sem er erlendur flækingur. Einnig var fuglavarp skoðað, en í eynni verpa nú maríuerla, sólskríkja, þúfutittlingur, grágæs, fýll, teista, lundi og ýmsir mávar. Leiðangursstjóri leiðangursins var dr. Borgþór Magnússon en með í för voru átta íslenskir náttúrufræðingar, meðal annarra grasafræðingurinn Sturla Friðriksson og skordýrafræðingurinn Erling Ólafsson, auk Jim Juvik, landfræðiprófessor frá Hawaii, sem rannsakað hefur líf á eldeyjum.
Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira