Borgaryfirvöld fóru fram á í síðustu viku að framkvæmdum á lóð nýrrar bensínstöðvar Esso í Vatnsmýrinni yrði hætt.
Bæði Esso og borgin standa fyrir framkvæmdum á reitnum og því var ákveðið að nota sama verktakann í verkið. Þegar verktakinn hóf vinnu á þeim hluta lóðarinnar sem tilheyrir Esso fóru borgaryfirvöld fram á að því yrði hætt þar sem enn hefur ekki verið veitt leyfi fyrir framkvæmdum við væntanlega bensínstöð.
Umrædda lóð fékk olíufélagið úthlutaða á sínum tíma í staðinn fyrir lóð sína við Geirsgötu, sem fer undir fyrirhugað tónlistarhús.