Framkvæmdum við tónlistarhús frestað 26. júlí 2006 07:30 Lóð Tónlistar- og ráðstefnuhúss Ríkisstjórnin vill fresta framkvæmdunum um eitt ár til að sporna gegn þenslu og hvetja um leið aðra til að hægja á dýrum framkvæmdum. Kostnaður við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er áætlaður 12.5 milljarðar króna. MYND/Stefán Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verður að líkindum ekki risið í byrjun árs 2009 líkt og áætlað var. Ríkisstjórnin vill fresta framkvæmdunum og innan fárra daga munu fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar og fyrirtækisins Portus group ganga frá málinu. Portus group er í eigu Landsbankans, Nýsis og Íslenskra aðalverktaka og varð hlutskarpast í útboði vegna hönnunar, byggingar og reksturs Tónlistar- og ráðstefnuhúss. Stjórn Portus hefur, fyrir sitt leyti, samþykkt að hægja á eða breyta framkvæmdaáætlun. Portus vill axla sína ábyrgð varðandi stjórnun efnahagsmála, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, þegar hún kynnti málið eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þorgerður sagði óformlegar viðræður hafa farið fram um frestun framkvæmda en eftir eigi að ganga formlega frá málinu. Samningar um framkvæmdir voru undirritaðir í mars á þessu ári og þeim þarf að rifta formlega eða breyta ákvæðum þeirra. Við erum stöðugt með hugann við efnahagsmálin og viljum senda þessi skilaboð til annarra í samfélaginu, sagði Þorgerður og benti á að það væri ekki aðeins hið opinbera sem framkvæmdi heldur líka einkaaðilar. Hvatti hún þá til að hugsa sinn gang og athuga hvað þeir gætu gert til að hægja á þenslunni og gera stöðugleikann varanlegan. Stefán Þórarinsson, sem situr í stjórn Portus, segir fyrirtækið taka því jákvætt að ræða við ríkisstjórnina um þetta mál, en hann þurfi að skoða efnisatriði betur til að tjá sig meira um það. Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknar, segir ekki skipta öllu máli þó að opnun hússins sé frestað um einhvern tíma ef það verði til þess að komið sé til móts við raddir sem vilja gæta að aðhaldi í ríkisbúskapnum. Verklegar framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhúsið eru þegar byrjaðar en áætlanir gerðu ráð fyrir að þeim lyki árið 2008. Í fjárhagsáætlun var ráðgert að framkvæmdirnar kostuðu rúma tólf milljarða króna. Er þá ekki talinn kostnaður við hótel sem reisa á í tengslum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Spurð um afstöðu ráðherra menningarmála til frestunarinnar sagði Þorgerður Katrín mest um vert að húsið muni rísa, og væntanlega ekki síðar en vorið 2010. Sagði hún efnahagsaðgerðir aðkallandi enda stöðugleiki í efnahagsmálum forsenda öflugrar starfsemi í tónlistarhúsinu, og menningarstofnunum almennt. Innlent Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Sjá meira
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verður að líkindum ekki risið í byrjun árs 2009 líkt og áætlað var. Ríkisstjórnin vill fresta framkvæmdunum og innan fárra daga munu fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar og fyrirtækisins Portus group ganga frá málinu. Portus group er í eigu Landsbankans, Nýsis og Íslenskra aðalverktaka og varð hlutskarpast í útboði vegna hönnunar, byggingar og reksturs Tónlistar- og ráðstefnuhúss. Stjórn Portus hefur, fyrir sitt leyti, samþykkt að hægja á eða breyta framkvæmdaáætlun. Portus vill axla sína ábyrgð varðandi stjórnun efnahagsmála, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, þegar hún kynnti málið eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þorgerður sagði óformlegar viðræður hafa farið fram um frestun framkvæmda en eftir eigi að ganga formlega frá málinu. Samningar um framkvæmdir voru undirritaðir í mars á þessu ári og þeim þarf að rifta formlega eða breyta ákvæðum þeirra. Við erum stöðugt með hugann við efnahagsmálin og viljum senda þessi skilaboð til annarra í samfélaginu, sagði Þorgerður og benti á að það væri ekki aðeins hið opinbera sem framkvæmdi heldur líka einkaaðilar. Hvatti hún þá til að hugsa sinn gang og athuga hvað þeir gætu gert til að hægja á þenslunni og gera stöðugleikann varanlegan. Stefán Þórarinsson, sem situr í stjórn Portus, segir fyrirtækið taka því jákvætt að ræða við ríkisstjórnina um þetta mál, en hann þurfi að skoða efnisatriði betur til að tjá sig meira um það. Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknar, segir ekki skipta öllu máli þó að opnun hússins sé frestað um einhvern tíma ef það verði til þess að komið sé til móts við raddir sem vilja gæta að aðhaldi í ríkisbúskapnum. Verklegar framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhúsið eru þegar byrjaðar en áætlanir gerðu ráð fyrir að þeim lyki árið 2008. Í fjárhagsáætlun var ráðgert að framkvæmdirnar kostuðu rúma tólf milljarða króna. Er þá ekki talinn kostnaður við hótel sem reisa á í tengslum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Spurð um afstöðu ráðherra menningarmála til frestunarinnar sagði Þorgerður Katrín mest um vert að húsið muni rísa, og væntanlega ekki síðar en vorið 2010. Sagði hún efnahagsaðgerðir aðkallandi enda stöðugleiki í efnahagsmálum forsenda öflugrar starfsemi í tónlistarhúsinu, og menningarstofnunum almennt.
Innlent Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Sjá meira